Upplifun að mæta svona stórum og sterkum mönnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. ágúst 2016 06:00 Tryggvi Snær leikur sína fyrstu keppnisleiki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2017. vísir/anton Fátt kom á óvart í vali Craig Pedersen á tólf manna lokahópi sínum fyrir undankeppni EM 2017 í körfubolta, ef frá er talið val hans á miðherjanum Tryggva Snæ Hlinasyni sem fékk nú tækifærið í stað Ragnars Nathanaelssonar. Tryggvi Snær er 216 cm miðherji sem sló í gegn með Þór Akureyri í 1. deildinni í vetur. Þessi öflugi Bárðdælingur þykir mikið efni og er hann nú undir smásjá atvinnumannaliða í Evrópu sem og háskólaliða í Bandaríkjunum. En fyrst um sinn mun hann einbeita sér að landsliðinu sem hefur leik í undankeppni EM annað kvöld þegar strákarnir mæta Sviss í Laugardalshöllinni.Dagur eins og vika „Ég er alsæll með að fá tækifærið,“ sagði Tryggvi Snær við Fréttablaðið í gær. „Ég hafði svo sem trú á því að ég kæmist í liðið en það hefði samt ekki komið mér á óvart að Ragnar hefði verið valinn. Það hefði ég skilið fullkomlega.“ Hann hefur notið góðs af því að æfa með íslenska landsliðshópnum í sumar en auk þess var hann í eldlínunni með U-20 liði Íslands sem komst í úrslitaleik B-deildar EM í Grikklandi. „Ég hef lært óendanlega mikið af þessum köllum. Þeir eru ófeimnir við að koma með ábendingar og líður mér stundum eins og að einn dagur með landsliðinu sé eins og ein vika með félagsliði.“Tryggvi Snær sló í gegn með Þór í 1. deildinni á síðasta tímabili.vísir/antonGaman að kljást við stóra kalla Tryggvi Snær er fyrst og fremst vanur því að spila með Þór Akureyri í 1. deildinni og hefur því kynnst því í fyrsta sinn í sumar hvernig það er að kljást við leikmenn sem eru svipaðir honum í vexti. „Á æfingamótinu í Austurríki mætti ég til dæmis einum svakalega stórum og sterkum leikmanni. Það var í fyrsta sinn sem ég fékk það á tilfinninguna að maður ætti eiginlega ekki séns í hann. Það var upplifun og mjög skemmtilegt að fá að kljást við svona kalla.“Evrópa eða Bandaríkin Tryggvi segir líklegast að hann muni spila fyrst um sinn með Þór Akureyri sem verður nýliði í Domino’s-deildinni í vetur, að minnsta kosti þar til hann klárar rafvirkjanám sitt um áramótin. „Ég er búinn að hugsa mikið um þessi mál en býst ekki við því að taka endanlega ákvörðun fyrr en eftir landsleikjatörnina,“ segir Tryggvi Snær sem getur valið bæði um að gerast atvinnumaður í Evrópu eða að fara í háskóla í Bandaríkjunum. Spænska stórliðið Valencia hefur til að mynda gert honum tilboð. „Stóra ákvörðunin er hvora leiðina ég vel – Bandaríkin eða Evrópu. Það eru kostir og gallar við báðar leiðir en ég hef marga ráðgjafa hér í landsliðinu sem ég get spjallað við. En sama hvað gerist þá er ljóst að ég mun alltaf hafa landsliðið í forgangi – það er alveg ljóst.“ Körfubolti Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Sjá meira
Fátt kom á óvart í vali Craig Pedersen á tólf manna lokahópi sínum fyrir undankeppni EM 2017 í körfubolta, ef frá er talið val hans á miðherjanum Tryggva Snæ Hlinasyni sem fékk nú tækifærið í stað Ragnars Nathanaelssonar. Tryggvi Snær er 216 cm miðherji sem sló í gegn með Þór Akureyri í 1. deildinni í vetur. Þessi öflugi Bárðdælingur þykir mikið efni og er hann nú undir smásjá atvinnumannaliða í Evrópu sem og háskólaliða í Bandaríkjunum. En fyrst um sinn mun hann einbeita sér að landsliðinu sem hefur leik í undankeppni EM annað kvöld þegar strákarnir mæta Sviss í Laugardalshöllinni.Dagur eins og vika „Ég er alsæll með að fá tækifærið,“ sagði Tryggvi Snær við Fréttablaðið í gær. „Ég hafði svo sem trú á því að ég kæmist í liðið en það hefði samt ekki komið mér á óvart að Ragnar hefði verið valinn. Það hefði ég skilið fullkomlega.“ Hann hefur notið góðs af því að æfa með íslenska landsliðshópnum í sumar en auk þess var hann í eldlínunni með U-20 liði Íslands sem komst í úrslitaleik B-deildar EM í Grikklandi. „Ég hef lært óendanlega mikið af þessum köllum. Þeir eru ófeimnir við að koma með ábendingar og líður mér stundum eins og að einn dagur með landsliðinu sé eins og ein vika með félagsliði.“Tryggvi Snær sló í gegn með Þór í 1. deildinni á síðasta tímabili.vísir/antonGaman að kljást við stóra kalla Tryggvi Snær er fyrst og fremst vanur því að spila með Þór Akureyri í 1. deildinni og hefur því kynnst því í fyrsta sinn í sumar hvernig það er að kljást við leikmenn sem eru svipaðir honum í vexti. „Á æfingamótinu í Austurríki mætti ég til dæmis einum svakalega stórum og sterkum leikmanni. Það var í fyrsta sinn sem ég fékk það á tilfinninguna að maður ætti eiginlega ekki séns í hann. Það var upplifun og mjög skemmtilegt að fá að kljást við svona kalla.“Evrópa eða Bandaríkin Tryggvi segir líklegast að hann muni spila fyrst um sinn með Þór Akureyri sem verður nýliði í Domino’s-deildinni í vetur, að minnsta kosti þar til hann klárar rafvirkjanám sitt um áramótin. „Ég er búinn að hugsa mikið um þessi mál en býst ekki við því að taka endanlega ákvörðun fyrr en eftir landsleikjatörnina,“ segir Tryggvi Snær sem getur valið bæði um að gerast atvinnumaður í Evrópu eða að fara í háskóla í Bandaríkjunum. Spænska stórliðið Valencia hefur til að mynda gert honum tilboð. „Stóra ákvörðunin er hvora leiðina ég vel – Bandaríkin eða Evrópu. Það eru kostir og gallar við báðar leiðir en ég hef marga ráðgjafa hér í landsliðinu sem ég get spjallað við. En sama hvað gerist þá er ljóst að ég mun alltaf hafa landsliðið í forgangi – það er alveg ljóst.“
Körfubolti Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti