Hannes Þór Halldórsson, aðalmarkvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, var valinn í úrvalslið ágúst-mánaðar í dönsku úrvalsdeildinni hjá Tipsbladet.
Hannes lék fjóra leiki með Randers í ágúst og fékk aðeins á sig eitt mark í þeim.
Randers vann þrjá af þessum fjórum leikjum, alla með markatölunni 1-0, og gerði eitt jafntefli.
Ólafur Kristjánsson er þjálfari Randers sem er í 4. sæti dönsku deildarinnar með 14 stig.
Tveir aðrir leikmenn Randers eru í úrvalsliði Tipsbladet; miðvörðurinn Mads Fenger og miðjumaðurinn Mikkel Kallesöe.
Næsti deildarleikur Randers er gegn Lyngby föstudaginn 9. september næstkomandi.
Hannes í úrvalsliði mánaðarins
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn


Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn





