Fótbolti

Viðar Örn: Lygar í sænskum fjölmiðlum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. Vísir/Getty
Viðar Örn Kjartansson segir að það sé algjör þvættingur sem komið hefur fram í sænskum fjölmiðlum að ástæða þess að hann var seldur frá Malmö í Svíþjóð að hann hafi átt erfitt með að fóta sig innan leikmannahópsins.

Viðar Örn er markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán mörk en var seldur í morgun til Maccabi Tel Aviv fyrir tæpan hálfan milljarð króna.

„Fjölmiðlar í Svíþjóð eru þannig að ef það eru einhverjir fjölmiðlar sem ljúga þá eru það sænskir fjölmiðlar,“ sagði Viðar Örn í samtali við íþróttadeild.

„Síðan ég kom út er búið að tala um mig eins og að ég sé einhver dramadrottning og fólk virðist vonast til að mér gangi illa,“ sagði hann enn fremur.

„Þetta er eins langt frá sannleikanum og það gæti verið. Ég hef aldrei verið í liði sem hefur náð jafn vel saman utan vallar og í Malmö. Þess vegna var það svo erfið ákvörðun að yfirgefa liðið.“

Nánar verður rætt við Viðar Örn í kvöldfréttum Stöðvar 2.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×