Enski boltinn

Rappað um Pogba sem verður númer sex

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pogba fer í gömlu treyjuna hans Gary Pallister.
Pogba fer í gömlu treyjuna hans Gary Pallister. mynd/twitter
Svo virðist vera sem það hafi verið löngu búið að ganga frá kaupunum á Paul Pogba enda fóru Man. Utd og Adidas af stað með mikla herferð strax í gærkvöldi er kynnt var um kaup Man. Utd á Pogba. Slíkt er ekki bara dregið fram úr rassvasanum.

Það var búið að gera frábæra stiklu um Pogba þar sem hann er kynntur til leiks, það var klárt rapplag, auglýsing frá Adidas og svona mætti áfram telja. Í laginu segir að hann hafi klárað Ísland á EM sem hann vissulega gerði. Hann var frábær í þeim leik.

Tímasetningin var heldur engin tilviljun. Seint um kvöld í Evrópu, frá 6.30 til 8.30 í Asíu og klukkan 7.30 í New York. Það áttu allir að vera vakandi eða að vakna við að fá tíðindin.

Hér að neðan má sjá rapplagið, viðtal við Pogba og stikluna góðu ásamt öðru er hann var kynntur til leiks með miklum bravör.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×