Erdogan styrkir stöðu sína í Tyrklandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. ágúst 2016 07:00 „Þið eruð öll hetjur,“ sagði Recep Tayyip Erdogan við mannfjöldann sem kom til að sýna stjórn hans stuðning á útifundi í Istanbúl á sunnudag. Tilefnið var valdaránstilraunin 15. júlí, sem brotin var á bak aftur ekki síst vegna þess að fjöldi fólks varð við áskorun Erdogans um að halda út á götur til að sýna andstöðu sína við valdarán. „Þið ættuð að vera stolt af ykkur. Hvert og eitt einasta ykkar barðist fyrir frelsi og lýðræði,“ sagði Erdogan, greinilega harla ánægður með þjóð sína. Tveir af þremur flokkum stjórnarandstöðunnar á þingi stóðu að útifundinum ásamt stjórnarflokki Erdogans forseta. Þetta er haft til marks um mikla og líklega einstæða samstöðu bæði þings og þjóðar um Erdogan og stjórn hans gegn þeim sem stóðu að valdaránstilrauninni. Kemal KiliÇdaroglu, leiðtogi sósíaldemókrata og forystumaður stjórnarandstöðunnar, segir valdaránstilraunina misheppnuðu hafa hjálpað stjórn og stjórnarandstöðu að ná saman. „Það er komið nýtt Tyrkland eftir 15. júlí,“ er haft eftir honum á vef arabísku fréttastöðvarinnar Al Jazeera. Fjórða flokknum á þingi var þó ekki boðið að vera með, en það er Kúrdaflokkurinn HDP, enda þótt flokkur Kúrda hafi lýst yfir afdráttarlausri andstöðu við valdaránstilraunina.Trúarhreyfingin en ekki klerkurinn sjálfur Erdogan og samstarfsmenn hans saka þingmenn flokksins um að styðja Kúrdahreyfinguna PKK, sem flokkuð er undir hryðjuverkasamtök í Tyrklandi vegna baráttu hennar fyrir réttindum Kúrda. Sú barátta hefur harðnað á ný síðustu misserin með vopnuðum bardögum, loftárásum stjórnarhersins og jafnvel hryðjuverkum í helstu borgum landsins. Fyrri valdaránstilraunir í Tyrklandi, sem flestar hafa heppnast, hafa verið runnar undan rifjum hersins og kemalistahreyfingarinnar, sem hefur viljað tryggja aðskilnað trúar og stjórnmála í Tyrklandi í anda Kemals Atatürks, stofnanda tyrkneska lýðveldisins. Að þessu sinni segir Erdogan það hins vegar hafa verið trúarhreyfingu klerksins Fethullah Gülen sem reyndi að steypa stjórninni. Tugir þúsunda hafa verið handteknir eða reknir úr störfum þær þrjár vikur rúmar sem liðnar eru frá valdaránstilrauninni, flestir sakaðir um að vera liðsmenn í hreyfingu Gülens. Þar á meðal eru herforingjar, lögreglumenn, dómarar, kennarar og fréttamenn. Gülen sjálfur býr í Bandaríkjunum í sjálfskipaðri útlegð. Erdogan vill fá hann framseldan til Tyrklands, en hefur enn ekki gefið út formlega framsalsbeiðni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugþúsundir stuðningsmanna Erdogan koma saman í Köln Um 2.700 lögreglumenn eru á staðnum til að passa upp á allt fari vel fram. 31. júlí 2016 12:48 Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 Tilraun til valdaráns í Tyrklandi Forsætisráðherra Tyrkja segir aðgerðir hersins ólöglegar en segir ríkisstjórnina enn vera við völd. 15. júlí 2016 20:45 Sérsveit forseta Tyrklands leyst upp 300 þeirra hafa verið handteknir en forsætisráðherrann segir ekki lengur þörf fyrir sérsveitina. 23. júlí 2016 23:36 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
„Þið eruð öll hetjur,“ sagði Recep Tayyip Erdogan við mannfjöldann sem kom til að sýna stjórn hans stuðning á útifundi í Istanbúl á sunnudag. Tilefnið var valdaránstilraunin 15. júlí, sem brotin var á bak aftur ekki síst vegna þess að fjöldi fólks varð við áskorun Erdogans um að halda út á götur til að sýna andstöðu sína við valdarán. „Þið ættuð að vera stolt af ykkur. Hvert og eitt einasta ykkar barðist fyrir frelsi og lýðræði,“ sagði Erdogan, greinilega harla ánægður með þjóð sína. Tveir af þremur flokkum stjórnarandstöðunnar á þingi stóðu að útifundinum ásamt stjórnarflokki Erdogans forseta. Þetta er haft til marks um mikla og líklega einstæða samstöðu bæði þings og þjóðar um Erdogan og stjórn hans gegn þeim sem stóðu að valdaránstilrauninni. Kemal KiliÇdaroglu, leiðtogi sósíaldemókrata og forystumaður stjórnarandstöðunnar, segir valdaránstilraunina misheppnuðu hafa hjálpað stjórn og stjórnarandstöðu að ná saman. „Það er komið nýtt Tyrkland eftir 15. júlí,“ er haft eftir honum á vef arabísku fréttastöðvarinnar Al Jazeera. Fjórða flokknum á þingi var þó ekki boðið að vera með, en það er Kúrdaflokkurinn HDP, enda þótt flokkur Kúrda hafi lýst yfir afdráttarlausri andstöðu við valdaránstilraunina.Trúarhreyfingin en ekki klerkurinn sjálfur Erdogan og samstarfsmenn hans saka þingmenn flokksins um að styðja Kúrdahreyfinguna PKK, sem flokkuð er undir hryðjuverkasamtök í Tyrklandi vegna baráttu hennar fyrir réttindum Kúrda. Sú barátta hefur harðnað á ný síðustu misserin með vopnuðum bardögum, loftárásum stjórnarhersins og jafnvel hryðjuverkum í helstu borgum landsins. Fyrri valdaránstilraunir í Tyrklandi, sem flestar hafa heppnast, hafa verið runnar undan rifjum hersins og kemalistahreyfingarinnar, sem hefur viljað tryggja aðskilnað trúar og stjórnmála í Tyrklandi í anda Kemals Atatürks, stofnanda tyrkneska lýðveldisins. Að þessu sinni segir Erdogan það hins vegar hafa verið trúarhreyfingu klerksins Fethullah Gülen sem reyndi að steypa stjórninni. Tugir þúsunda hafa verið handteknir eða reknir úr störfum þær þrjár vikur rúmar sem liðnar eru frá valdaránstilrauninni, flestir sakaðir um að vera liðsmenn í hreyfingu Gülens. Þar á meðal eru herforingjar, lögreglumenn, dómarar, kennarar og fréttamenn. Gülen sjálfur býr í Bandaríkjunum í sjálfskipaðri útlegð. Erdogan vill fá hann framseldan til Tyrklands, en hefur enn ekki gefið út formlega framsalsbeiðni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugþúsundir stuðningsmanna Erdogan koma saman í Köln Um 2.700 lögreglumenn eru á staðnum til að passa upp á allt fari vel fram. 31. júlí 2016 12:48 Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 Tilraun til valdaráns í Tyrklandi Forsætisráðherra Tyrkja segir aðgerðir hersins ólöglegar en segir ríkisstjórnina enn vera við völd. 15. júlí 2016 20:45 Sérsveit forseta Tyrklands leyst upp 300 þeirra hafa verið handteknir en forsætisráðherrann segir ekki lengur þörf fyrir sérsveitina. 23. júlí 2016 23:36 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Tugþúsundir stuðningsmanna Erdogan koma saman í Köln Um 2.700 lögreglumenn eru á staðnum til að passa upp á allt fari vel fram. 31. júlí 2016 12:48
Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39
Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32
Tilraun til valdaráns í Tyrklandi Forsætisráðherra Tyrkja segir aðgerðir hersins ólöglegar en segir ríkisstjórnina enn vera við völd. 15. júlí 2016 20:45
Sérsveit forseta Tyrklands leyst upp 300 þeirra hafa verið handteknir en forsætisráðherrann segir ekki lengur þörf fyrir sérsveitina. 23. júlí 2016 23:36