Dada leitast við að láta allt búa saman í sátt í einum heimi. Magnús Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2016 13:00 Danshöfundarnir á Nýja sviði Borgarleikhússins þar sem verkið þeirra DaDa Dans verður frumsýnt í kvöld. Fréttablaðið/GVA Þær Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómarsdóttir eru ungar og upprennandi í íslenskum dansheimi og þó svo víðar væri leitað. Þrátt fyrir ungan aldur eru þær í raun komnar langt frá því að vera efnilegar enda unnu þær til Grímuverðlauna fyrir dansverkið The Valley á síðasta leikári. Að þessu sinni eru þær þó að semja dansverk fyrir hóp, en í kvöld verður frumsýnt eftir þær verkið DaDa Dans á vegum Íslenska dansflokksins á Nýja sviði Borgarleikhússins. Þær Inga Huld og Rósa luku báðar framhaldsnámi frá hinum virta Listaháskóla P.A.R.T.S. fyrir um tveimur árum en báðar hófu þær vegferð sína í dansinum hér heima. Það sem vekur þó ekki síst eftirtekt er að svo ungar listakonur skuli kjósa að leita í smiðju listastefnu á borð við dadaisma sem er reyndar 100 ára um þessar mundir. Rósa segir að rætur dadaismans megi rekja til þess þegar hinn víðfrægi Cabaret Voltaire hafi opnað í Zürich. „Hugo Ball og Emma Hennings opnuðu þennan kabarett sem ákveðið svar því hvernig listin var á þessum tíma. Þau voru mikið að velta því fyrir sér hvernig við metum list og þau gerðu mikið af því að blanda saman listgreinum og vissulega að stuða fólk. Þau skrifuðu mikið af manifestóum þar sem þau veltu fyrir sér gildi listarinnar og þar skrifuðu þau jafnvel manifestó sem stönguðust á og svona rugluðu dáldið hressilega í fólki.“Úr sýniningunni DaDa Dans hjá Íslenska dansflokknum.Inga Huld tekur undir þetta og bætir við að þetta hafi líka mikið til verið ákveðið svar við stríði og ástandinu í samfélaginu. „Það voru margir listamenn þarna í Zürich sem höfðu þurft að flýja frá sínum heimahögum í fyrri heimsstyrjöldinni og þau voru að reyna að tækla þær öfgastefnur sem voru í gangi í listheiminum á þessum tíma.“ En hvers vegna skyldi þetta höfða til tveggja ungra danshöfunda frá Íslandi hundrað árum síðar? „Við búum Brussel og það hefur farið mikið fyrir þessu afmæli þar og víðar. Okkur fannst því tilvalið að fagna þessu líka í dansi, ekki síst vegna þess að dansinn hefur ekki verið ýkja tengdur við dadaisma. Kannski er það vegna þess að þær konur sem unnu innan stefnunnar fengu litla umfjöllun á sínum tíma og því er lítið vitað um dans innan stefnunnar. Þegar við fórum að skoða stefnuna og forsendur hennar þá fannst okkur líka að það væri mikill samhljómur með því sem er að gerast í samfélaginu í dag og var þá. Þannig að þetta á við í dag.“ Rósa segir að þetta felist meðal annars í þeim mikla uppgangi öfga sem heimurinn stendur frammi fyrir í samtímanum. „Það er mikill hægri uppgangur og aðskilnaður á svo mörgum sviðum. Sjáið bara Trump. Málið er að sagan virðist vera að endurtaka sig. Því miður virðist það vera þannig að þetta harðlínuhægri sem fer eins og eldur í sinu um heimsbyggðina núna ber með sér kynþáttafordóma og fleiri fordóma gagnvart ýmsum minnihlutahópum og það er auðvitað áhyggjuefni.“ „En markmið dada er að forðast þennan aðskilnað,“ segir Inga Huld. „Leitast við að láta allt efni búa saman í sátt í einum heimi. Klippimyndin á þannig t.d. uppruna sinn í þessari stefnu og hún gengur einmitt út á að endurnýta og sætta ólík efni í einni heild. Þannig er þessi stefna svar við því að skapa list á tímum ringulreiðar og óvissu og við leitumst við að gera slíkt hið sama. Við erum á ákveðinn hátt að gera klippimyndaverk, eins og þessir listamenn gerðu fyrir hundrað árum, en auðvitað gerum við það á okkar hátt og inn í samtímann.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12.nóvember. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þær Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómarsdóttir eru ungar og upprennandi í íslenskum dansheimi og þó svo víðar væri leitað. Þrátt fyrir ungan aldur eru þær í raun komnar langt frá því að vera efnilegar enda unnu þær til Grímuverðlauna fyrir dansverkið The Valley á síðasta leikári. Að þessu sinni eru þær þó að semja dansverk fyrir hóp, en í kvöld verður frumsýnt eftir þær verkið DaDa Dans á vegum Íslenska dansflokksins á Nýja sviði Borgarleikhússins. Þær Inga Huld og Rósa luku báðar framhaldsnámi frá hinum virta Listaháskóla P.A.R.T.S. fyrir um tveimur árum en báðar hófu þær vegferð sína í dansinum hér heima. Það sem vekur þó ekki síst eftirtekt er að svo ungar listakonur skuli kjósa að leita í smiðju listastefnu á borð við dadaisma sem er reyndar 100 ára um þessar mundir. Rósa segir að rætur dadaismans megi rekja til þess þegar hinn víðfrægi Cabaret Voltaire hafi opnað í Zürich. „Hugo Ball og Emma Hennings opnuðu þennan kabarett sem ákveðið svar því hvernig listin var á þessum tíma. Þau voru mikið að velta því fyrir sér hvernig við metum list og þau gerðu mikið af því að blanda saman listgreinum og vissulega að stuða fólk. Þau skrifuðu mikið af manifestóum þar sem þau veltu fyrir sér gildi listarinnar og þar skrifuðu þau jafnvel manifestó sem stönguðust á og svona rugluðu dáldið hressilega í fólki.“Úr sýniningunni DaDa Dans hjá Íslenska dansflokknum.Inga Huld tekur undir þetta og bætir við að þetta hafi líka mikið til verið ákveðið svar við stríði og ástandinu í samfélaginu. „Það voru margir listamenn þarna í Zürich sem höfðu þurft að flýja frá sínum heimahögum í fyrri heimsstyrjöldinni og þau voru að reyna að tækla þær öfgastefnur sem voru í gangi í listheiminum á þessum tíma.“ En hvers vegna skyldi þetta höfða til tveggja ungra danshöfunda frá Íslandi hundrað árum síðar? „Við búum Brussel og það hefur farið mikið fyrir þessu afmæli þar og víðar. Okkur fannst því tilvalið að fagna þessu líka í dansi, ekki síst vegna þess að dansinn hefur ekki verið ýkja tengdur við dadaisma. Kannski er það vegna þess að þær konur sem unnu innan stefnunnar fengu litla umfjöllun á sínum tíma og því er lítið vitað um dans innan stefnunnar. Þegar við fórum að skoða stefnuna og forsendur hennar þá fannst okkur líka að það væri mikill samhljómur með því sem er að gerast í samfélaginu í dag og var þá. Þannig að þetta á við í dag.“ Rósa segir að þetta felist meðal annars í þeim mikla uppgangi öfga sem heimurinn stendur frammi fyrir í samtímanum. „Það er mikill hægri uppgangur og aðskilnaður á svo mörgum sviðum. Sjáið bara Trump. Málið er að sagan virðist vera að endurtaka sig. Því miður virðist það vera þannig að þetta harðlínuhægri sem fer eins og eldur í sinu um heimsbyggðina núna ber með sér kynþáttafordóma og fleiri fordóma gagnvart ýmsum minnihlutahópum og það er auðvitað áhyggjuefni.“ „En markmið dada er að forðast þennan aðskilnað,“ segir Inga Huld. „Leitast við að láta allt efni búa saman í sátt í einum heimi. Klippimyndin á þannig t.d. uppruna sinn í þessari stefnu og hún gengur einmitt út á að endurnýta og sætta ólík efni í einni heild. Þannig er þessi stefna svar við því að skapa list á tímum ringulreiðar og óvissu og við leitumst við að gera slíkt hið sama. Við erum á ákveðinn hátt að gera klippimyndaverk, eins og þessir listamenn gerðu fyrir hundrað árum, en auðvitað gerum við það á okkar hátt og inn í samtímann.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12.nóvember.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp