Hífa þurfti skyttuna um borð í þyrluna Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2016 12:34 Mynd/Landsbjörg Hífa þurfti rjúpnaskyttuna sem týndist austur á Héraði upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hann fannst í morgun. Maðurinn var með hund með sér í för og var hundurinn fluttur til byggða. Í nótt gróf maðurinn sig og hundinn í fönn til að skýla sér undan vindi, samkvæmt RÚV. Tveir veiðifélagar mannsins tilkynntu lögreglu að hann hefði ekki skilað sér til byggða um klukkan sjö á föstudagskvöldið. Hann fannst svo klukkan 10:15 í morgun þegar björgunarsveitarmenn á snjósleðum sáu hann á mel í nágrenni við Sauðá. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að aðstæður hafi verið mjög erfiðar og mikið hafi bætt í snjó frá því um miðjan dag á föstudag þar til maðurinn fannst. Embætti lögreglustjórans á Austurlandi þakkar öllum framangreindum viðbragðsaðilum fyrir framlag þeirra í þessari aðgerð. Maðurinn var á gangi þegar hann fannst og var mjög kaldur. Björgunarsveitarmenn héldu allan tíman í vonina um að hann hafi verið heill á húfi. Um er að ræða eina umfangsmestu aðgerð seinni tíða á Austurlandi samkvæmt Sveini Oddssyni, formanni svæðisstjórnar Landsbjargar á Austurlandi. Alls komu um 440 björgunarsveitarmenn að leitinni. Sveinn segir menn vera þreytta eftir erfiða leit, en flestir þeirra hafi hvílst í nótt og farið af stað í morgun, en maðurinn fannst mjög fljótt eftir birtingu. Hann verður fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur í dag. Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir Rjúpnaskyttan fannst á lífi Fannst ásamt hundi sínum við ágæta heilsu eftir að hafa verið týndur í rúman einn og hálfan sólarhring. 20. nóvember 2016 10:34 Rjúpnaskyttan ekki með farsíma meðferðis Leit þyrlu Landhelgisgæslunnar haldið áfram þegar veður leyfir. 19. nóvember 2016 11:05 Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði á leið austur Fimmtíu björgunarsveitarmenn fóru nú laust fyrir hádegi með flugi frá Reykjavík til Egilsstaða til þess að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem staðið hefur yfir frá því í gærkvöldi. 19. nóvember 2016 12:56 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
Hífa þurfti rjúpnaskyttuna sem týndist austur á Héraði upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hann fannst í morgun. Maðurinn var með hund með sér í för og var hundurinn fluttur til byggða. Í nótt gróf maðurinn sig og hundinn í fönn til að skýla sér undan vindi, samkvæmt RÚV. Tveir veiðifélagar mannsins tilkynntu lögreglu að hann hefði ekki skilað sér til byggða um klukkan sjö á föstudagskvöldið. Hann fannst svo klukkan 10:15 í morgun þegar björgunarsveitarmenn á snjósleðum sáu hann á mel í nágrenni við Sauðá. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að aðstæður hafi verið mjög erfiðar og mikið hafi bætt í snjó frá því um miðjan dag á föstudag þar til maðurinn fannst. Embætti lögreglustjórans á Austurlandi þakkar öllum framangreindum viðbragðsaðilum fyrir framlag þeirra í þessari aðgerð. Maðurinn var á gangi þegar hann fannst og var mjög kaldur. Björgunarsveitarmenn héldu allan tíman í vonina um að hann hafi verið heill á húfi. Um er að ræða eina umfangsmestu aðgerð seinni tíða á Austurlandi samkvæmt Sveini Oddssyni, formanni svæðisstjórnar Landsbjargar á Austurlandi. Alls komu um 440 björgunarsveitarmenn að leitinni. Sveinn segir menn vera þreytta eftir erfiða leit, en flestir þeirra hafi hvílst í nótt og farið af stað í morgun, en maðurinn fannst mjög fljótt eftir birtingu. Hann verður fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur í dag.
Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir Rjúpnaskyttan fannst á lífi Fannst ásamt hundi sínum við ágæta heilsu eftir að hafa verið týndur í rúman einn og hálfan sólarhring. 20. nóvember 2016 10:34 Rjúpnaskyttan ekki með farsíma meðferðis Leit þyrlu Landhelgisgæslunnar haldið áfram þegar veður leyfir. 19. nóvember 2016 11:05 Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði á leið austur Fimmtíu björgunarsveitarmenn fóru nú laust fyrir hádegi með flugi frá Reykjavík til Egilsstaða til þess að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem staðið hefur yfir frá því í gærkvöldi. 19. nóvember 2016 12:56 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
Rjúpnaskyttan fannst á lífi Fannst ásamt hundi sínum við ágæta heilsu eftir að hafa verið týndur í rúman einn og hálfan sólarhring. 20. nóvember 2016 10:34
Rjúpnaskyttan ekki með farsíma meðferðis Leit þyrlu Landhelgisgæslunnar haldið áfram þegar veður leyfir. 19. nóvember 2016 11:05
Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði á leið austur Fimmtíu björgunarsveitarmenn fóru nú laust fyrir hádegi með flugi frá Reykjavík til Egilsstaða til þess að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem staðið hefur yfir frá því í gærkvöldi. 19. nóvember 2016 12:56