Hífa þurfti skyttuna um borð í þyrluna Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2016 12:34 Mynd/Landsbjörg Hífa þurfti rjúpnaskyttuna sem týndist austur á Héraði upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hann fannst í morgun. Maðurinn var með hund með sér í för og var hundurinn fluttur til byggða. Í nótt gróf maðurinn sig og hundinn í fönn til að skýla sér undan vindi, samkvæmt RÚV. Tveir veiðifélagar mannsins tilkynntu lögreglu að hann hefði ekki skilað sér til byggða um klukkan sjö á föstudagskvöldið. Hann fannst svo klukkan 10:15 í morgun þegar björgunarsveitarmenn á snjósleðum sáu hann á mel í nágrenni við Sauðá. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að aðstæður hafi verið mjög erfiðar og mikið hafi bætt í snjó frá því um miðjan dag á föstudag þar til maðurinn fannst. Embætti lögreglustjórans á Austurlandi þakkar öllum framangreindum viðbragðsaðilum fyrir framlag þeirra í þessari aðgerð. Maðurinn var á gangi þegar hann fannst og var mjög kaldur. Björgunarsveitarmenn héldu allan tíman í vonina um að hann hafi verið heill á húfi. Um er að ræða eina umfangsmestu aðgerð seinni tíða á Austurlandi samkvæmt Sveini Oddssyni, formanni svæðisstjórnar Landsbjargar á Austurlandi. Alls komu um 440 björgunarsveitarmenn að leitinni. Sveinn segir menn vera þreytta eftir erfiða leit, en flestir þeirra hafi hvílst í nótt og farið af stað í morgun, en maðurinn fannst mjög fljótt eftir birtingu. Hann verður fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur í dag. Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir Rjúpnaskyttan fannst á lífi Fannst ásamt hundi sínum við ágæta heilsu eftir að hafa verið týndur í rúman einn og hálfan sólarhring. 20. nóvember 2016 10:34 Rjúpnaskyttan ekki með farsíma meðferðis Leit þyrlu Landhelgisgæslunnar haldið áfram þegar veður leyfir. 19. nóvember 2016 11:05 Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði á leið austur Fimmtíu björgunarsveitarmenn fóru nú laust fyrir hádegi með flugi frá Reykjavík til Egilsstaða til þess að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem staðið hefur yfir frá því í gærkvöldi. 19. nóvember 2016 12:56 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Hífa þurfti rjúpnaskyttuna sem týndist austur á Héraði upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hann fannst í morgun. Maðurinn var með hund með sér í för og var hundurinn fluttur til byggða. Í nótt gróf maðurinn sig og hundinn í fönn til að skýla sér undan vindi, samkvæmt RÚV. Tveir veiðifélagar mannsins tilkynntu lögreglu að hann hefði ekki skilað sér til byggða um klukkan sjö á föstudagskvöldið. Hann fannst svo klukkan 10:15 í morgun þegar björgunarsveitarmenn á snjósleðum sáu hann á mel í nágrenni við Sauðá. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að aðstæður hafi verið mjög erfiðar og mikið hafi bætt í snjó frá því um miðjan dag á föstudag þar til maðurinn fannst. Embætti lögreglustjórans á Austurlandi þakkar öllum framangreindum viðbragðsaðilum fyrir framlag þeirra í þessari aðgerð. Maðurinn var á gangi þegar hann fannst og var mjög kaldur. Björgunarsveitarmenn héldu allan tíman í vonina um að hann hafi verið heill á húfi. Um er að ræða eina umfangsmestu aðgerð seinni tíða á Austurlandi samkvæmt Sveini Oddssyni, formanni svæðisstjórnar Landsbjargar á Austurlandi. Alls komu um 440 björgunarsveitarmenn að leitinni. Sveinn segir menn vera þreytta eftir erfiða leit, en flestir þeirra hafi hvílst í nótt og farið af stað í morgun, en maðurinn fannst mjög fljótt eftir birtingu. Hann verður fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur í dag.
Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir Rjúpnaskyttan fannst á lífi Fannst ásamt hundi sínum við ágæta heilsu eftir að hafa verið týndur í rúman einn og hálfan sólarhring. 20. nóvember 2016 10:34 Rjúpnaskyttan ekki með farsíma meðferðis Leit þyrlu Landhelgisgæslunnar haldið áfram þegar veður leyfir. 19. nóvember 2016 11:05 Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði á leið austur Fimmtíu björgunarsveitarmenn fóru nú laust fyrir hádegi með flugi frá Reykjavík til Egilsstaða til þess að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem staðið hefur yfir frá því í gærkvöldi. 19. nóvember 2016 12:56 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Rjúpnaskyttan fannst á lífi Fannst ásamt hundi sínum við ágæta heilsu eftir að hafa verið týndur í rúman einn og hálfan sólarhring. 20. nóvember 2016 10:34
Rjúpnaskyttan ekki með farsíma meðferðis Leit þyrlu Landhelgisgæslunnar haldið áfram þegar veður leyfir. 19. nóvember 2016 11:05
Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði á leið austur Fimmtíu björgunarsveitarmenn fóru nú laust fyrir hádegi með flugi frá Reykjavík til Egilsstaða til þess að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem staðið hefur yfir frá því í gærkvöldi. 19. nóvember 2016 12:56