Viðræður í uppnámi vegna loftárása Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Rústir eftir loftárásir í borginni Aleppo í Sýrlandi. vísir/EPA Þessa dagana standa yfir í Genf viðræður um átökin í Sýrlandi, þar sem fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu eiga að reyna að finna lausnir, og hafa til þess stuðning frá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjunum, Rússlandi, Evrópuríkjum og fleiri löndum. Harðar loftárásir stjórnarhersins og Rússa á borgina Aleppo hafa þó komið þessum viðræðum í uppnám. Á þriðjudaginn neituðu fulltrúar uppreisnarmanna að mæta til viðræðnanna vegna loftárásanna. Þetta eru fyrstu meiriháttar loftárásir stjórnarhersins á borgina síðan í haust, þegar Rússar hófu loftárásir sínar á svæði uppreisnarmanna í Sýrlandi. Bandaríkin hafa skorað á Rússa að hætta loftárásum á meðan friðartilraunir standa yfir, en Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir það ekki koma til greina fyrr en hryðjuverkahópar hafa verið brotnir á bak aftur. Staffan de Mistura, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna gagnvart Sýrlandi, segir vel geta farið svo að ekkert verði úr viðræðunum, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum í viðtali sem birt var á svissnesku sjónvarpsstöðinni RTS. Það yrði hins vegar afdrifaríkt. „Ef þetta mistekst núna eftir að við reyndum tvisvar með ráðstefnum í Genf, þá verður engin von eftir fyrir Sýrland. Við verðum að reyna af öllum mætti að tryggja að þetta mistakist ekki,“ sagði hann í viðtalinu. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Þessa dagana standa yfir í Genf viðræður um átökin í Sýrlandi, þar sem fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu eiga að reyna að finna lausnir, og hafa til þess stuðning frá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjunum, Rússlandi, Evrópuríkjum og fleiri löndum. Harðar loftárásir stjórnarhersins og Rússa á borgina Aleppo hafa þó komið þessum viðræðum í uppnám. Á þriðjudaginn neituðu fulltrúar uppreisnarmanna að mæta til viðræðnanna vegna loftárásanna. Þetta eru fyrstu meiriháttar loftárásir stjórnarhersins á borgina síðan í haust, þegar Rússar hófu loftárásir sínar á svæði uppreisnarmanna í Sýrlandi. Bandaríkin hafa skorað á Rússa að hætta loftárásum á meðan friðartilraunir standa yfir, en Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir það ekki koma til greina fyrr en hryðjuverkahópar hafa verið brotnir á bak aftur. Staffan de Mistura, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna gagnvart Sýrlandi, segir vel geta farið svo að ekkert verði úr viðræðunum, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum í viðtali sem birt var á svissnesku sjónvarpsstöðinni RTS. Það yrði hins vegar afdrifaríkt. „Ef þetta mistekst núna eftir að við reyndum tvisvar með ráðstefnum í Genf, þá verður engin von eftir fyrir Sýrland. Við verðum að reyna af öllum mætti að tryggja að þetta mistakist ekki,“ sagði hann í viðtalinu.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira