Erlent

Ráðist á ferðamenn í Egyptalandi

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Bella Vista hótelinu í kvöld.
Frá Bella Vista hótelinu í kvöld. Vísir/EPA
Tveir erlendir ferðamenn hið minnsta eru særðir eftir árás vopnaðra manna á hótel við strandbæinn Hurghada í Egyptalandi. Öryggissveitir eru sagðar hafa brotið árásina á bak aftur og einn árásarmaður liggur í valnum.

Breska ríkisútvarpið segir að fyrstu fregnir frá Bella Vista hótelinu greini á um hvers lenskir ferðamennirnir séu og hvort þeir hafi verið stungnir eða skotnir.

Egyptaland berst um þessar mundir gegn herskáum íslamistum á Sínaí-skaganum, þeirra á meðal sveitum tengdum hryðjuverkasamtökunum Íslamskt ríki (ISIS).

Hurghada er við strönd Rauðahafs, hinum megin hafsins við ferðamannabæinn Sharm el-Sheikh þaðan sem rússnesk farþegavél sem fórst með 224 innanborðs í október var á leið. ISIS segist hafa skotið vélina niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×