Erlent

Risastyttan af Maó tekin niður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Styttan af Maó var 37 metra há.
Styttan af Maó var 37 metra há. vísir/afp
Risastytta sem reist var af Maó Zedong, fyrrverandi leiðtoga Kína, í litlu þorpi í héraðinu Henan hefur verið fjarlægð aðeins nokkrum dögum eftir að hún var reist. Viðskiptamaður í héraðinu hafði varið um þremur milljónum yuan, um 60 milljónir króna, til að láta styttuna verða að veruleika. Þá lögðu íbúar í héraðinu einnig pening í verkið en styttan var 37 metra há.

Í frétt BBC kemur fram að ekki hafi verið til staðar tilskilin leyfi til að reisa styttuna sem komst í heimsfréttirnar í vikunni en smíði hennar var gagnrýnd af mörgum og sakað aðstandendur verkefnisins um peningasóun og tillitsleysi.

Milljónir íbúa í Henan-héraði létu lífið vegna þurrka á sjötta áratugnum sem raktir eru til Maó og stefnu hans en þrátt fyrir að bera ábyrgð á dauða fjölda Kínverja eru margir sem enn halda minningu Maó á lofti. Einn þeirra er Xi Jinping Kínaforseti sem segir Maó hafa verið mikilmenni.

Xi hefur sjálfur reynt að auka miðstýringu í landinu og vísað til arfleifðar Maó. Hann viðurkennir þó að Maó hafi gert „mistök“ í stjórnartíð sinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×