Erlent

Mein Kampf komin í bókabúðir í Þýskalandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í útgáfunni sem kemur í verslanir í dag er að finna fjölda ítarlegra neðanmálsgreina þar sem textinn er greindur, gagnrýndur og ýmsar staðreyndir sem Hitler hélt fram hraktar.
Í útgáfunni sem kemur í verslanir í dag er að finna fjölda ítarlegra neðanmálsgreina þar sem textinn er greindur, gagnrýndur og ýmsar staðreyndir sem Hitler hélt fram hraktar. vísir/epa
Bókin Mein Kampf sem Adolf Hitler ritaði á meðan hann sat í fangelsi á 3. áratug síðustu aldar kom í bókabúðir í Þýskalandi í dag. Bókin hefur verið ófáanleg í landinu í 70 ár en hún datt úr höfundarrétti nú um áramótin og er því að hægt að endurútgefa hana nú.

Mein Kampf er talin vera nokkurs konar undanfari helfararinnar en það er einmitt þess vegna sem sagnfræðingar telja mikilvægt að hún sé endurútgefin. Að mati þeirra er bókin nauðsynlegt tæki til þess að skilja þá hugmyndafræði sem nasismi Hitlers byggði á.

Í útgáfunni sem kom í verslanir í dag er að finna fjölda ítarlegra neðanmálsgreina þar sem textinn er greindur, gagnrýndur og ýmsar staðreyndir sem Hitler hélt fram hraktar.

Án þessarar útgáfu væri aðeins hægt að nálgast eintök af bókinni sem komu út fyrir 1945 þar sem enga greiningu eða gagnrýni á texta Hitler er að finna. Hugmyndin er að útgáfan nú muni hjálpa til við að grafa undan Mein Kampf og þeirri hugmyndafræði sem þar birtist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×