Obama hefur ekki vald til að náða Steven Avery Birgir Olgeirsson skrifar 8. janúar 2016 12:07 Mál Steven Avery hefur vakið mikla athygli eftir að þættirnir Making a Murderer voru frumsýndir á Netflix í desember síðastliðnum. Mynd/Netflix Embætti forseta Bandaríkjanna hefur brugðist opinberlega við áskoruninni um að náða þá Steven Avery og frænda hans Brendan Dassey, sem eru umfjöllunarefni heimildaþáttaraðarinnar Making a Murderer. Þáttaröðin var frumsýnd á Netflix 18. desember síðastliðinn og var hrundið af stað undirskriftasöfnun tveimur dögum síðar á vef embættisins, We the People, þar sem skorað var á forsetann, Barack Obama, að náða Steven Avery og frænda hans. Reglurnar um þessa síðu eru þær að ef áskorun nær yfir 100 þúsund undirskriftir innan tilsetts tímaramma þá verður embættið að bregðast við henni á einhvern hátt.Í svari frá embættinu vegna þessarar áskorunar segir að frændurnir séu fangar Wisconsin-ríkis Bandaríkjanna og því geti forsetinn ekki náðað þá. Þeir yrðu að fá náðun frá yfirvöldum Wisconsin-ríkis en einnig hefur verið skorað á ríkisstjóra þess ríkis að gera það.Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.vísir/gettyÍ svarinu er farið nokkuð ítarlega yfir þau takmörk sem forsetanum eru sett varðandi það vald að geta náðað fanga og þá eru einnig taldar upp allar þær tilraunir sem Obama hefur gert til að breyta réttarfarskerfi Bandaríkjanna og að fækka föngum. „Þó þetta mál sé utan valdsviðs hans þá er forsetinn staðráðinn í því að endurvekja trú almennings á sanngirni í réttarkerfinu,“ segir í svarinu. Þar kemur einnig fram að í 184 tilvikum hefur Barack Obama mildað refsingar fanga, sem er oftar en fimm síðustu forsetar gerðu til samans, og náðað 66 í sinni valdatíð. Making a Murderer telur tíu þætti og var þáttaröðin mynduð á tíu ára tímabili. Hún segir frá útistöðum Avery við lögin. Hann var ranglega sakfelldur árið 1985 og sendur í fangelsi fyrir nauðgun en hreinsaður af þeim ásökunum árið 2003 eftir að lífsýni sýndu fram á sakleysi hans og í kjölfarið sleppt úr fangelsi. Árið 2005 var hann fundinn sekur um að hafa myrt ljósmyndarann Teresa Halbach og afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm. Frændi hans, Brendan Dassey, var fundinn sekur um aðild að morðinu. Tengdar fréttir Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53 Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Samkvæmt reglum verður embætti Bandaríkjaforseta að bregðast við þessari áskorun opinberlega. 6. janúar 2016 16:59 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Embætti forseta Bandaríkjanna hefur brugðist opinberlega við áskoruninni um að náða þá Steven Avery og frænda hans Brendan Dassey, sem eru umfjöllunarefni heimildaþáttaraðarinnar Making a Murderer. Þáttaröðin var frumsýnd á Netflix 18. desember síðastliðinn og var hrundið af stað undirskriftasöfnun tveimur dögum síðar á vef embættisins, We the People, þar sem skorað var á forsetann, Barack Obama, að náða Steven Avery og frænda hans. Reglurnar um þessa síðu eru þær að ef áskorun nær yfir 100 þúsund undirskriftir innan tilsetts tímaramma þá verður embættið að bregðast við henni á einhvern hátt.Í svari frá embættinu vegna þessarar áskorunar segir að frændurnir séu fangar Wisconsin-ríkis Bandaríkjanna og því geti forsetinn ekki náðað þá. Þeir yrðu að fá náðun frá yfirvöldum Wisconsin-ríkis en einnig hefur verið skorað á ríkisstjóra þess ríkis að gera það.Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.vísir/gettyÍ svarinu er farið nokkuð ítarlega yfir þau takmörk sem forsetanum eru sett varðandi það vald að geta náðað fanga og þá eru einnig taldar upp allar þær tilraunir sem Obama hefur gert til að breyta réttarfarskerfi Bandaríkjanna og að fækka föngum. „Þó þetta mál sé utan valdsviðs hans þá er forsetinn staðráðinn í því að endurvekja trú almennings á sanngirni í réttarkerfinu,“ segir í svarinu. Þar kemur einnig fram að í 184 tilvikum hefur Barack Obama mildað refsingar fanga, sem er oftar en fimm síðustu forsetar gerðu til samans, og náðað 66 í sinni valdatíð. Making a Murderer telur tíu þætti og var þáttaröðin mynduð á tíu ára tímabili. Hún segir frá útistöðum Avery við lögin. Hann var ranglega sakfelldur árið 1985 og sendur í fangelsi fyrir nauðgun en hreinsaður af þeim ásökunum árið 2003 eftir að lífsýni sýndu fram á sakleysi hans og í kjölfarið sleppt úr fangelsi. Árið 2005 var hann fundinn sekur um að hafa myrt ljósmyndarann Teresa Halbach og afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm. Frændi hans, Brendan Dassey, var fundinn sekur um aðild að morðinu.
Tengdar fréttir Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53 Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Samkvæmt reglum verður embætti Bandaríkjaforseta að bregðast við þessari áskorun opinberlega. 6. janúar 2016 16:59 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53
Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Samkvæmt reglum verður embætti Bandaríkjaforseta að bregðast við þessari áskorun opinberlega. 6. janúar 2016 16:59