Erlent

Þriggja saknað í Ástralíu í miklum kjarreldum

Brunasvæðið nær nú yfir 58 þúsund hektara lands.
Brunasvæðið nær nú yfir 58 þúsund hektara lands. mynd/lögreglan í waroona
Mikli kjarreldar brenna nú í vesturhluta Ástralíu sem hafa meðal annars brennt lítinn bæ til grunna. Þriggja er saknað í bænum Yarloop, sem er suður af borginni Perth en flestöll hús bæjarins, níutíu og fimm talsins, brunnu til kaldra kola.

Mikill vindur er á svæðinu sem blæs í glæðurnar og gerir slökkvistarf afar erfitt. Þar sem eldhafið er mest ná tungurnar fimmtíu metra upp í loftið. Brunasvæðið nær nú yfir 58 þúsund hektara lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×