Erlent

Póstflutningavél hrapaði í Svíþjóð

Norskar herþotur fundu flak vélarinnar.
Norskar herþotur fundu flak vélarinnar. vísir/getty
Póstflutningavél með tvo menn innanborðs hrapaði í fjalllendi í Svíþjóð í nótt. Vélarinnar var saknað um tíma í nótt eftir að flugmennirnir sendu frá sér neyðarkall en nú er búið að finna slysstaðinn og samkvæmt sænska ríkisútvarpinu virðist vélin hafa sprungið þegar hún skall á fjallshlíð.

Vélin var rekin af flutningafyrirtækinu West Atlantic og það voru norskar F16 herþotur sem fundu flakið. Ekki er ljóst hverrar þjóðar flugmennirnir voru en vélin var á leið frá Gardemoen flugvelli í Osló til Þrándheims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×