Erlent

Tugir drepnir í árás á lögregluskóla í Líbíu

Atli Ísleifsson skrifar
Upplýsingar um fjölda látinna eru enn nokkur á reiki. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Upplýsingar um fjölda látinna eru enn nokkur á reiki. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Að minnsta kosti fjörutíu manns eru látnir eftir sprengjuárás á lögregluskóla í bænum Zliten í Líbíu.

Borgarstjóri Zliten greinir frá þessu. Zliten er strandbær, um 150 kílómetrum austur af Tripoli.

Upplýsingar um fjölda látinna eru enn nokkur á reiki, en AFP segir að fimmtíu hafi látist.

Marg fórnarlambanna voru óbreyttir borgar og voru margir hinna særðu fluttir á sjúkrahús í borginni Misrata.

Í frétt BBC kemur fram að fulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir að um sjálfsvígssprengjuárás hafi verið að ræða þar sem bíll fylltur sprengiefni hafi verið ekið inn á lóð skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×