Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. janúar 2016 19:30 Bárðarbunga gæti brotist upp með stórgosi á Veiðivatnasvæðinu, að mati jarðvísindamanna Veðurstofu. Þar útloka sérfræðingar ekki að lítið gos gæti orðið innan skamms tíma en segja þó líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. Bárðarbunga, sem og önnur eldfjöll Íslands, er komin í gjörgæslu jarðvísindamanna því frá 1. nóvember hefur verið höfð vakt allan sólarhringinn á Veðurstofunni með eldstöðvum á landinu. Þar sjá menn að skjálftar mælast nú öflugri í Bárðarbungu samhliða því sem eldstöðin er að þenjast út. „Við túlkum það svo að það sé kvikusöfnun í gangi í kvikuhólfinu undir Bárðarbunguöskjunni,” segir Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hún segir þetta aðeins geta endað með því að kvikan brjóti sér leið upp á yfirborð, það sé aðeins spurning um tíma hvenær þrýstingurinn verði orðinn nægur.Sumarið 2014 braust kvika Bárðarbungu upp í Holuhrauni.„Það er líklegast að það taki einhver ár. En það er þó ekki útlokað að það verði minna gos. Og þá er kannski líklegast að það verði minna gos nálægt öskjunni sjálfri af því að nú vitum við að það er kvikusöfnun í gangi þar. Þessi kvikusöfnun gæti valdið því að það kæmi einhver spýja upp, þá í öskjunni sjálfri, en það yrði þá eitthvað mjög lítið. Til þess að fá stórt gos þarf eldstöðin að fá tíma til að byggja upp þrýsting.” Kristín segir að kvikan leiti þangað sem fyrirstaðan sé minnst og það geti verið utan öskjunnar þar sem land er lægra. Hún segir möguleika á stóru gosi ef kvikan finni sér farveg til suðvesturs, inn á Veiðivatnasvæðið.Frá Veiðivötnum. Svæðið er talið hluti af Bárðarbungueldstöðinni.Mynd/Stöð 2.Veiðivatnasvæðið er þekkt fyrir stórgos í jarðsögunni og fyrir Þjórsárhraunið, sem það sendi niður Suðurland og til sjávar við Eyrarbakka. Það hraun er talið það það lengsta sem runnið hefur á jörðinni frá lokum síðustu ísaldar. Á Veiðivatnasvæðinu eru einnig Vatnsfellsvirkjun og Sigölduvirkjun og miðlunarlón Landsvirkjunar, þar á meðal Þórisvatn. -En setur þetta virkjanir í hættu eða byggð á Suðurlandi? „Eldgos eru hættuleg. Það náttúrlega fer algerlega eftir því hvar kvikan kæmi upp og hvert hún myndi renna. Það geta komið upp gos þarna bæði fyrir norðaustan, eins og við sáum í Holuhrauni, og svo getum við líka fengið gos þarna fyrir suðvestan,“ svarar Kristín Jónsdóttir.Frá Vatnsfellsvirkjun.Mynd/Stöð 2. Tengdar fréttir Öflugri skjálftar tíðari í Bárðarbungu Þensla mælist á svæðinu sem bendir til kvikusöfnunar. 5. janúar 2016 14:18 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Bárðarbunga gæti brotist upp með stórgosi á Veiðivatnasvæðinu, að mati jarðvísindamanna Veðurstofu. Þar útloka sérfræðingar ekki að lítið gos gæti orðið innan skamms tíma en segja þó líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. Bárðarbunga, sem og önnur eldfjöll Íslands, er komin í gjörgæslu jarðvísindamanna því frá 1. nóvember hefur verið höfð vakt allan sólarhringinn á Veðurstofunni með eldstöðvum á landinu. Þar sjá menn að skjálftar mælast nú öflugri í Bárðarbungu samhliða því sem eldstöðin er að þenjast út. „Við túlkum það svo að það sé kvikusöfnun í gangi í kvikuhólfinu undir Bárðarbunguöskjunni,” segir Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hún segir þetta aðeins geta endað með því að kvikan brjóti sér leið upp á yfirborð, það sé aðeins spurning um tíma hvenær þrýstingurinn verði orðinn nægur.Sumarið 2014 braust kvika Bárðarbungu upp í Holuhrauni.„Það er líklegast að það taki einhver ár. En það er þó ekki útlokað að það verði minna gos. Og þá er kannski líklegast að það verði minna gos nálægt öskjunni sjálfri af því að nú vitum við að það er kvikusöfnun í gangi þar. Þessi kvikusöfnun gæti valdið því að það kæmi einhver spýja upp, þá í öskjunni sjálfri, en það yrði þá eitthvað mjög lítið. Til þess að fá stórt gos þarf eldstöðin að fá tíma til að byggja upp þrýsting.” Kristín segir að kvikan leiti þangað sem fyrirstaðan sé minnst og það geti verið utan öskjunnar þar sem land er lægra. Hún segir möguleika á stóru gosi ef kvikan finni sér farveg til suðvesturs, inn á Veiðivatnasvæðið.Frá Veiðivötnum. Svæðið er talið hluti af Bárðarbungueldstöðinni.Mynd/Stöð 2.Veiðivatnasvæðið er þekkt fyrir stórgos í jarðsögunni og fyrir Þjórsárhraunið, sem það sendi niður Suðurland og til sjávar við Eyrarbakka. Það hraun er talið það það lengsta sem runnið hefur á jörðinni frá lokum síðustu ísaldar. Á Veiðivatnasvæðinu eru einnig Vatnsfellsvirkjun og Sigölduvirkjun og miðlunarlón Landsvirkjunar, þar á meðal Þórisvatn. -En setur þetta virkjanir í hættu eða byggð á Suðurlandi? „Eldgos eru hættuleg. Það náttúrlega fer algerlega eftir því hvar kvikan kæmi upp og hvert hún myndi renna. Það geta komið upp gos þarna bæði fyrir norðaustan, eins og við sáum í Holuhrauni, og svo getum við líka fengið gos þarna fyrir suðvestan,“ svarar Kristín Jónsdóttir.Frá Vatnsfellsvirkjun.Mynd/Stöð 2.
Tengdar fréttir Öflugri skjálftar tíðari í Bárðarbungu Þensla mælist á svæðinu sem bendir til kvikusöfnunar. 5. janúar 2016 14:18 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Öflugri skjálftar tíðari í Bárðarbungu Þensla mælist á svæðinu sem bendir til kvikusöfnunar. 5. janúar 2016 14:18
Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00
Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30
Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30