Erlent

Ó­eining innan dönsku ríkis­stjórnarinnar um landa­mæra­eftir­lit

Atli Ísleifsson skrifar
Inger Støjberg er ráðherra innflytjendamála í Danmörku.
Inger Støjberg er ráðherra innflytjendamála í Danmörku. Vísir/EPA
Ekki var einhugur um það innan dönsku ríkisstjórnarinnar að taka upp tímabundið landamæraeftirlit á landamærunum að Þýskalandi.

Politiken greinir frá því að utanríkisráðherrann Kristian Jensen hafi talað gegn hugmyndinni og hvatt til að beðið yrði með ákvörðun um landamæraeftirlit þar til reynsla væri komin á hvort landamæraeftirlit Svía við Eyrarsundsbrúna myndi leiða til aukningar hælisleitenda í Danmörku.

Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála og samflokksmaður Jensen, talaði hins vegar fyrir því að bæði danskur almenningur og þrýstingur frá stuðningsflokkum ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunni krafðist þess að Danir yrðu að bregðast við ákvörðun sænskra stjórnvalda.

Dönsk stjórnvöld tóku ákvörðun um að taka upp landamæraeftirlit á þýsku landamærunum eftir að Svíar tóku upp eftirlit á landamærum sínum. Ákvörðun dönsku ríkisstjórnarinnar var tekin á sunnudag og gerð kunnug á mánudag, sama dag og Svíar tóku upp landamæraeftirlit.


Tengdar fréttir

Landamæraeftirlit byrjað í Svíþjóð

Hertar reglur Svía hvað varðar landamæraeftirlit hafa tekið gildi og héðan í frá munu allir sem ætla sér að ferðast frá Danmörku til Svíþjóðar yfir Eirarsundsbrúnna þurfa að sýna skilríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×