Erlent

Franska tónskáldið Pierre Boulez er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Pierre Boulez.
Pierre Boulez. Vísir/AFP
Franska tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Pierre Boulez er látinn, níræður að aldri. Hann andaðist á heimili sínu í Baden-Baden í Þýskalandi í gær.

Í frétt BBC kemur fram að auk þess að vera heimsfrægt tónskáld og hljómsveitarstjóri hafi hann verið afkastamikill rithöfundur og stjórnandi Fílharmóníusveitar Parísarborgar.

Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, og Francois Hollande Frakklandsforseti hafa báðit minnst Boulez í morgun og segja hann hafa verið einn mesa kyndilbera franskrar tónlistar í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×