Segir út í hött að fara í tilraunaboranir í Eldvörpum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2016 09:00 Eldvörp á Reykjanesi. vísir/gva „Það sem hreyfði við mér er barátta Ellerts Grétarssonar, ljósmyndara, sem meðal annars gerði myndband núna í desember til að vekja athygli á þessum tilraunaborunum sem nú stendur til að ráðast í í Eldvörpum,“ segir Jóhann Garðar Þorbjörnsson, leiðsögumaður og líffræðingur, en hann stendur fyrir undirskriftasöfnun til að mótmæla fyrirhuguðum tilraunaborunum HS Orku í Eldvörpum á Reykjanesi. Jóhann setti undirskriftasöfnunina af stað um miðjan desember og hafa nú um 1800 manns skrifað þar undir. Jóhann setur markið hátt þar sem hann vill ná 10 þúsund undirskriftum sem hann mun svo færa HS Orku og Grindavíkurbæ sem á haustdögum samþykkti tilraunaboranir fyrirtækisins. Á vef undirskriftasöfnunarinnar segir að Eldvörp séu einstakar jarðminjar á heimsvísu og að hvergi í heiminum megi upplifa jarðvirkni milli tveggja jarðskorpufleka líkt og þar. Þá hafi svæðið að auka að geyma söguleg verðmæti.Jóhann Garðar Þorbjörnssonvísir„Það er út í hött að það sé verið að fara í tilraunaboranir á svæði þar sem eru mjög góðir möguleikar fyrir framtíðarferðamennsku. Þetta mun hafa þau áhrif að svæðið verður ekki lengur ósnortið og ósnortin náttúra er það aðdráttarafl sem Ísland hefur. Við höfum komist að því í ferðamennskunni að fólk er tilbúið að koma til Íslands og borga fyrir það að horfa á ósnortna náttúru,“ segir Jóhann. Hann segir að tilraunaboranirnar muni koma til með að breyta ásýnd svæðisins mikið. Stórir borteigar verði á svæðinu og þá eigi að bora í fimm borhölum. „Þessi víðernistilfinning sem fylgir því að vera í íslenskri náttúru verður ekki eins sterk og náttúruásýndin ekki heldur. Öll svona mannleg áhrif á náttúruna breyta upplifuninni svo mikið og ég held að þetta geti skaðað framtíðarferðamennsku á Reykjanesi þar sem eru miklir möguleikar fyrir hendi.“ Jóhann segir að viðbrögðin við undirskriftasöfnuninni hafi verið góð, bæði hjá ferðaþjónustuaðilum og náttúruverndarsinnum. Hann stefnir að því að ljúka söfnuninni um miðjan janúar en segir þó mögulegt að undirskriftum verði safnað lengur ef vel gengur. Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
„Það sem hreyfði við mér er barátta Ellerts Grétarssonar, ljósmyndara, sem meðal annars gerði myndband núna í desember til að vekja athygli á þessum tilraunaborunum sem nú stendur til að ráðast í í Eldvörpum,“ segir Jóhann Garðar Þorbjörnsson, leiðsögumaður og líffræðingur, en hann stendur fyrir undirskriftasöfnun til að mótmæla fyrirhuguðum tilraunaborunum HS Orku í Eldvörpum á Reykjanesi. Jóhann setti undirskriftasöfnunina af stað um miðjan desember og hafa nú um 1800 manns skrifað þar undir. Jóhann setur markið hátt þar sem hann vill ná 10 þúsund undirskriftum sem hann mun svo færa HS Orku og Grindavíkurbæ sem á haustdögum samþykkti tilraunaboranir fyrirtækisins. Á vef undirskriftasöfnunarinnar segir að Eldvörp séu einstakar jarðminjar á heimsvísu og að hvergi í heiminum megi upplifa jarðvirkni milli tveggja jarðskorpufleka líkt og þar. Þá hafi svæðið að auka að geyma söguleg verðmæti.Jóhann Garðar Þorbjörnssonvísir„Það er út í hött að það sé verið að fara í tilraunaboranir á svæði þar sem eru mjög góðir möguleikar fyrir framtíðarferðamennsku. Þetta mun hafa þau áhrif að svæðið verður ekki lengur ósnortið og ósnortin náttúra er það aðdráttarafl sem Ísland hefur. Við höfum komist að því í ferðamennskunni að fólk er tilbúið að koma til Íslands og borga fyrir það að horfa á ósnortna náttúru,“ segir Jóhann. Hann segir að tilraunaboranirnar muni koma til með að breyta ásýnd svæðisins mikið. Stórir borteigar verði á svæðinu og þá eigi að bora í fimm borhölum. „Þessi víðernistilfinning sem fylgir því að vera í íslenskri náttúru verður ekki eins sterk og náttúruásýndin ekki heldur. Öll svona mannleg áhrif á náttúruna breyta upplifuninni svo mikið og ég held að þetta geti skaðað framtíðarferðamennsku á Reykjanesi þar sem eru miklir möguleikar fyrir hendi.“ Jóhann segir að viðbrögðin við undirskriftasöfnuninni hafi verið góð, bæði hjá ferðaþjónustuaðilum og náttúruverndarsinnum. Hann stefnir að því að ljúka söfnuninni um miðjan janúar en segir þó mögulegt að undirskriftum verði safnað lengur ef vel gengur.
Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira