Erlent

Bandarískur hermaður féll í átökum í Afganistan

Samúel Karl Ólason skrifar
Harðir bardaga hafa geisað í Helmandhéraði undanfarnar vikur.
Harðir bardaga hafa geisað í Helmandhéraði undanfarnar vikur. Vísir/EPA
Bandarískur hermaður lét lífið í átökum við Talibana í Helmandhéraði í Afganistan í dag. Tveir eru sagðir vera særðir en bardagar geisa enn nærri borginni Marja. Talibanar hafa náð tökum á stórum hlutum Helmandhéraðs sem er þeim bæði hernaðarlega- og fjárhagslega mikilvægt.

Vitað er til þess að afganskir hermenn hafi einnig fallið.

Samkvæmt upplýsingafulltrúa Pentagon voru tvær þyrlur sendar á vettvang með sem flytja áttu særða á brott. Snúa þurfti annarri þeirra við eftir að skotið var á hana og hin skemmdist við lendingu. 

Samkvæmt frétt CNN voru hermennirnir, sem eru meðlimir sérsveita Bandaríkjanna, að þjálfa afganska hermenn þegar þeir urðu fyrir árás.

Bandaríkin réðust inn í Afganistan skömmu eftir árásirnar á Tvíburaturnana 2011, með stuðningi NATO. Talibanar, sem þá réðu lögum og logum í landinu höfðu veitt Al-Qaeda skjól þar. Flestir hermenn NATO yfirgáfu ríkið þó í fyrra, en bandarískir og breskir hermenn hafa verið þar áfram.


Tengdar fréttir

Bretar senda hermenn gegn Talibönum

Höfuðstöðvar lögreglunnar í bænum Sangin í Helmand héraði í Afganistan eru nú umsetnar af vígamönnum Talíbana.

Talibanar sækja fram í Sangin

Vígamenn sitja um hundruð hermenn og lögreglumenn nærri bænum, sem er sagður vera undir stjórn Talibana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×