Erlent

ESB boðar til skyndifundar vegna landamæraeftirlits

Atli Ísleifsson skrifar
Danir tóku upp eftirlit á landamærum landsins að Þýskalandi í gær.
Danir tóku upp eftirlit á landamærum landsins að Þýskalandi í gær. Vísir/AFP
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur boðað innflytjendamálaráðherra Svíþjóðar, Danmerkur og Þýskalands til skyndifundar vegna þess landamæraeftirlits sem tekið var upp á landamærum Danmerkur og Svíþjóðar annars vegar og Danmerkur og Þýskalands hins vegar í gær.

Dimitris Avramopoulos, grískur framkvæmdastjóri innflytjendamála hjá ESB, boðar til fundarins sem fram fer í Brussel á morgun. Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar segir að markmið fundarins sé að bæta samvinnuna milli ríkjanna.

Sænsk yfirtöld tóku upp eftirlit á landamærum Svíþjóðar og Danmerkur aðfaranótt mánudagsins. Nokkrum tímum síðar tóku Danir upp eftirlit á landamærum landsins að Þýskalandi.

Viðbrögð Þjóðverja við landamæraeftirlitinu á landamærum Danmerkur og Þýskalands hafa verið neikvæð þar sem flóttamenn sem voru á leið til Svíþjóðar verða nú eftir í Þýskalandi í stað þess að sækja um hæli í Danmörku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×