Erlent

Mikil fækkun hælisleitenda í Svíþjóð eftir upptöku landamæraeftirlits

Atli Ísleifsson skrifar
Upptaka landamæraeftirlits hefur haft mikil áhrif á lestarsamgöngur milli Danmerkur og Svíþjóðar.
Upptaka landamæraeftirlits hefur haft mikil áhrif á lestarsamgöngur milli Danmerkur og Svíþjóðar. Vísir/AFP
227 manns sóttu um hæli í Svíþjóð á sunnudaginn, en voru einungis á þriðja tug í gær, daginn sem landamæraeftirlit var tekið upp að nýju í landinu.

„Um fimmtán komu til Trelleborgar og næstum enginn til Hyllie,“ segir Ewa-Gun Westford, talsmaður sænsku lögreglunnar í samtali við Aftonbladet.

Hyllie er fyrsta stöðin þar sem lestir stansa eftir að hafa komið yfir Eyrarsundsbrúna frá Danmörku. Ferjur á leið til Svíþjóðar frá Þýskalandi leggjast flestar að bryggju í Trelleborg.

Ákvörðun danskra yfirvalda að taka upp landamæraeftirlit á landamærum Danmerkur og Þýskalands í gær hefur jafnframt haft mikil áhrif. SVT greinir frá því að þannig hafi fáir flóttamenn verið á ferli í þýska landamærabænum Flensburg í dag, en síðustu mánuði hafa flestir flóttamenn sem hyggjast leggja leið sína til Norðurlanda farið um bæinn.


Tengdar fréttir

Landamæraeftirlit byrjað í Svíþjóð

Hertar reglur Svía hvað varðar landamæraeftirlit hafa tekið gildi og héðan í frá munu allir sem ætla sér að ferðast frá Danmörku til Svíþjóðar yfir Eirarsundsbrúnna þurfa að sýna skilríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×