Erlent

Landamæraeftirlit byrjað í Svíþjóð

Hert landamæragæsla hefst í dag við Eyrarsundsbrúna milli Svíþjóðar og Danmerkur.
Hert landamæragæsla hefst í dag við Eyrarsundsbrúna milli Svíþjóðar og Danmerkur. Vísir/EPA
Hertar reglur Svía hvað varðar landamæraeftirlit hafa tekið gildi og héðan í frá munu allir sem ætla sér að ferðast frá Danmörku til Svíþjóðar yfir Eirarsundsbrúnna þurfa að sýna skilríki.

Þeir sem koma með lest þurfa eftirleiðis að skipta um lest á Kastrup flugvelli og fara í gegnum landamæraeftirlit. Þetta gera Svíar til að stemma stigu við flóttamannavandanum en ekkert land hefur tekið við viðlíka fjölda flóttamanna og Svíar hafa gert síðusta árið eða um hundrað og fimmtíu þúsund manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×