Erlent

Handtekinn fyrir að hafa líkt þjóðarrétti við hestatyppi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Þjóðarrétturinn er nokkurs konar pylsa sem unnin er úr hrossakjöti.
Þjóðarrétturinn er nokkurs konar pylsa sem unnin er úr hrossakjöti. vísir/afp
Skoskur karlmaður á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi fyrir að hafa líkt þjóðarrétti Kyrgyzstan við getnaðarlim hests. Hann var handtekinn á dögunum og má búast við að verða kærður fyrir kynþáttahatur.

Maðurinn, Michael McFeat, gerði þjóðarréttinn sem kallast chuchuk, að umtalsefni á Facebook-síðu sinni á dögunum. Taldi hann sig hafa slegið á létta strengi þegar hann sagði samstarfsfélaga sína standa í röðum eftir hrossatyppinu svokallaða. Það fór þó ekki betur en svo að samstarfsmenn hans komust í svo mikið uppnám að þeir lögðu niður störf tímabundið. Chuchuk er nokkurs konar pylsa, unnin úr hrossakjöti.

McFeat segist sjá eftir ummælum sínum og hefur tekið út umrædda færslu. Þess í stað hefur hann birt afsökunarbeiðni á Facebook-síðu sinni.

I would like to take the opportunity to sincerely appologise for the comment I made on here about the kygyz people and...

Posted by Michael Mcfeat on 2. janúar 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×