Erlent

Tveir létust í snjóflóði

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Tveir létust og einn sakaði í snjóflóði sem féll í frönsku Ölpunum í námunda við Grands Montet-skíðasvæðið í dag. Skíðamennirnir eru allir frá Litháen en þeir hugðust klífa Argentiere, sem er um 3900 metra hár tindur á Mont Blanc. Snjóflóðið féll þar skammt frá eða í um 3200 metra hæð.

Um er að ræða fyrsta mannskæða snjóflóðið á þessum slóðum það sem af er þessum vetri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×