Erlent

Áfram barist um borgina Ramadí

Bjarki Ármannsson skrifar
Íraskir hermenn í útjaðri Ramadí.
Íraskir hermenn í útjaðri Ramadí. Vísir/AFP
Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki (ISIS) hafa gert árás á herstöð íraska hersins í grennd við borgina Ramadí, sem herinn náði aftur fyrir örfáum dögum. Talsmaður hersins segir að meðal annars hafi ISIS notast við sjálfsmorðsprengjumenn í árásinni.

Árásin er sú stærsta sem ISIS gerir gegn hernum frá því að samtökin tapaði borginni í síðustu viku, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Herinn hefur veitt mótspyrnu og Bandaríkjamenn sömuleiðis svarað ISIS með loftárásum en ekki er vitað hversu fjölmennt lið ISIS þeir eru að etja kappi við.

Her stjórnvalda lagði undir sig Ramadí síðastliðinn sunnudag en þar hafði ISIS ráðið ríkjum frá því í maí.


Tengdar fréttir

Lofar endanlegum sigri á ISIS

Sjía-stjórnin í Bagdad fékk súnní-múslima til þess að sjá að mestu um árásina á Ramadí. Þess var sérstaklega gætt að sjía-múslimar tækju sem minnstan þátt í átökunum. Frelsun Ramadí sögð vera mikilvægur áfangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×