Erlent

Fylgi Verkamannaflokksins ekki lægra eftir kosningar síðan í seinni heimsstyrjöld

Sæunn Gísladóttir skrifar
Corbyn bar sigur úr býtum í kosningum innan Verkamannaflokksins í september.
Corbyn bar sigur úr býtum í kosningum innan Verkamannaflokksins í september. Vísir/EPA
Fylgi Verkamannaflokksins í Bretlandi hefur ekki verið lægra svona stuttu eftir kosningar, samkvæmt skoðunarkönnunum, síðan í byrjun fimmta áratugs síðustu aldar. 

Verkamannaflokkurinn er átta stigum á eftir Íhaldsflokknum og hefur aldrei munað jafn miklu á fylgi flokkana átta mánuðum eftir kosningar. Munurinn hefur verið meiri á ákveðnum tímapunktum, en aldrei svona mikill stuttu eftir kosningar. Leiðtogaskipti urðu innan flokksins þegar Jeremy Corbyn tók við af Ed Miliband í september síðastliðnum, þar sem flokkurinn náði ekki að taka við stjórninni í Bretlandi á síðasta ári.

Algengt er að með nýjum leiðtoga aukist fylgi flokka til muna, en sú hefur ekki verið raunin með Corbyn. Þegar Ed Miliband tók við árið 2010 var flokkurinn fimm stigum ofar en Íhaldsflokkurinn átta mánuðum eftir kosningar.

 

 


Tengdar fréttir

Corbyn sigurstranglegastur

Formannskjör í verkamannaflokki Bretlands er hafið. Fjórir frambjóðendur keppast um atkvæðin. Sá sem í upphafi þótti ólíklegastur nýtur nú mests fylgis. Fjöldi á kjörskrá hefur þrefaldast frá því í maí síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×