Erlent

Fraus í hel nærri finnsku landamærunum

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn fannst í bíl á rússneskum númerum nærri Alakurtti á Kolaskaga, um sjötíu kílómetrum frá finnsku landamærunum.
Maðurinn fannst í bíl á rússneskum númerum nærri Alakurtti á Kolaskaga, um sjötíu kílómetrum frá finnsku landamærunum. Vísir/Getty
Indverji fannst á sunnudaginn látinn í bíl í rússneskum landamærabæ, nærri finnsku landamærunum, eftir að hafa beðið í fimm daga eftir að komast til Finnlands. Talið er að maðurinn, sem var 33 ára, hafi frosið í hel.

Independent Barents Observer greinir frá því að um þrjátíu stiga frost hafi verið á svæðinu síðustu vikurnar.

Maðurinn fannst í bíl á rússneskum númerum nærri Alakurtti á Kolaskaga, um sjötíu kílómetrum frá finnsku landamærunum.

Að sögn rússneska blaðsins Komsomolskaya Pravda hafði maðurinn ekki haft efni á því að borga smyglurum til að koma honum yfir landamærin.

Fjölmargir flóttamenn hafa síðustu mánuði hjólað úr suðri og til Norðurlanda, um Rússland. Margir hafa þó fests á landamærunum eftir að Norðurlönd tóku upp hertara landamæraeftirlit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×