Rangfærsla Samáls Ragnheiður Þorgrímsdóttir skrifar 19. janúar 2016 07:00 Í innsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu 15. janúar fer Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda, mikinn í að réttlæta auglýsingar (jólakveðjur) Norðuráls, en þessar auglýsingar hefur Landvernd kært á grundvelli laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, á þeim forsendum að um sé að ræða villandi, ófullnægjandi eða beinlínis rangar upplýsingar. Eitt af því sem Pétur sér ástæðu til að nefna málstað sínum til framdráttar eru rannsóknir opinberra stofnana á veikindum hrossa á bænum Kúludalsá í Hvalfirði. Pétur segir orðrétt: „... hafa þau verið rannsökuð af opinberum stofnunum og engin tengsl við flúormengun fundist. Þessar rannsóknir hafa staðið í mörg ár og má fræðast um niðurstöðurnar á heimasíðu Matvælastofnunar.“ Hér talar Pétur eins og veikindi hrossa á Kúludalsá séu margrannsökuð og yfir langan tíma. Niðurstaðan sem þarna er vísað til og birt er á vef Matvælastofnunar er vegna einnar „rannsóknar“ sem hefur, frá því hún var kynnt, verið harðlega gagnrýnd m.a. vegna óvísindalegra vinnubragða og hlutdrægni. Um rannsóknina má m.a. lesa á vefnum www.namshestar.is. Alrangt er að hún hafi staðið um margra ára skeið, eins og berlega sést ef gögn eru skoðuð. Ekki hafa verið birtar niðurstöður úr rannsóknum annarra opinberra aðila. Aftur á móti hefur eigandi hrossanna á Kúludalsá ítrekað farið þess á leit m.a. við Umhverfisstofnun (eftirlitsaðila Norðuráls) að hlutast verði til um grunnrannsóknir á þolmörkum íslenskra grasbíta gagnvart flúori, en án árangurs. Annaðhvort fer framkvæmdastjóri Samáls hér vísvitandi með rangfærslur til að afvegaleiða lesendur eða þá að hann veit ekki betur, sem þýðir að hann hefur ekki haft fyrir því að kynna sér málið áður en hann setti fullyrðingar sínar á blað. Deila má um hvort er verra – en ljóst má vera að taka þarf öllu með fyrirvara sem frá álframleiðslunni kemur, jólakveðjum sem öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Af jólakveðjum í útvarpinu Norðurál óskaði landsmönnum gleðilegra jóla á öldum ljósvakans yfir hátíðarnar og voru þær auglýsingar gagnrýndar af Snorra Baldurssyni, formanni Landverndar, í Fréttablaðinu. Hér verður leitast við að svara þeirri gagnrýni í stuttu máli. 15. janúar 2016 07:00 Ósvífin auglýsingaherferð Norðuráls Barátta íslensku stóriðjufyrirtækjanna og samtaka þeirra fyrir lægra orkuverði hefur vakið athygli. Í því sambandi má minnast orða Harðar Árnasonar, forstjóra Landsvirkjunar, rétt fyrir jólin um að Norðurál beiti kjaradeilunni í Straumsvík fyrir sig í samningaviðræðum um 13. janúar 2016 07:00 Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Í innsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu 15. janúar fer Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda, mikinn í að réttlæta auglýsingar (jólakveðjur) Norðuráls, en þessar auglýsingar hefur Landvernd kært á grundvelli laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, á þeim forsendum að um sé að ræða villandi, ófullnægjandi eða beinlínis rangar upplýsingar. Eitt af því sem Pétur sér ástæðu til að nefna málstað sínum til framdráttar eru rannsóknir opinberra stofnana á veikindum hrossa á bænum Kúludalsá í Hvalfirði. Pétur segir orðrétt: „... hafa þau verið rannsökuð af opinberum stofnunum og engin tengsl við flúormengun fundist. Þessar rannsóknir hafa staðið í mörg ár og má fræðast um niðurstöðurnar á heimasíðu Matvælastofnunar.“ Hér talar Pétur eins og veikindi hrossa á Kúludalsá séu margrannsökuð og yfir langan tíma. Niðurstaðan sem þarna er vísað til og birt er á vef Matvælastofnunar er vegna einnar „rannsóknar“ sem hefur, frá því hún var kynnt, verið harðlega gagnrýnd m.a. vegna óvísindalegra vinnubragða og hlutdrægni. Um rannsóknina má m.a. lesa á vefnum www.namshestar.is. Alrangt er að hún hafi staðið um margra ára skeið, eins og berlega sést ef gögn eru skoðuð. Ekki hafa verið birtar niðurstöður úr rannsóknum annarra opinberra aðila. Aftur á móti hefur eigandi hrossanna á Kúludalsá ítrekað farið þess á leit m.a. við Umhverfisstofnun (eftirlitsaðila Norðuráls) að hlutast verði til um grunnrannsóknir á þolmörkum íslenskra grasbíta gagnvart flúori, en án árangurs. Annaðhvort fer framkvæmdastjóri Samáls hér vísvitandi með rangfærslur til að afvegaleiða lesendur eða þá að hann veit ekki betur, sem þýðir að hann hefur ekki haft fyrir því að kynna sér málið áður en hann setti fullyrðingar sínar á blað. Deila má um hvort er verra – en ljóst má vera að taka þarf öllu með fyrirvara sem frá álframleiðslunni kemur, jólakveðjum sem öðru.
Af jólakveðjum í útvarpinu Norðurál óskaði landsmönnum gleðilegra jóla á öldum ljósvakans yfir hátíðarnar og voru þær auglýsingar gagnrýndar af Snorra Baldurssyni, formanni Landverndar, í Fréttablaðinu. Hér verður leitast við að svara þeirri gagnrýni í stuttu máli. 15. janúar 2016 07:00
Ósvífin auglýsingaherferð Norðuráls Barátta íslensku stóriðjufyrirtækjanna og samtaka þeirra fyrir lægra orkuverði hefur vakið athygli. Í því sambandi má minnast orða Harðar Árnasonar, forstjóra Landsvirkjunar, rétt fyrir jólin um að Norðurál beiti kjaradeilunni í Straumsvík fyrir sig í samningaviðræðum um 13. janúar 2016 07:00
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar