Erlent

Fimm hermenn fórust í snjóflóði í frönsku Ölpunum

Atli Ísleifsson skrifar
Flóðið féll í um 2.200 metra hæð. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Flóðið féll í um 2.200 metra hæð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Fimm hermenn fórust og fjórir slösuðust í snjóflóði í frönsku Ölpunum þar sem þeir voru við æfingar í morgun.

BBC greinir frá því að snjóflóðið hafi fallið nærri Col du Petit Argentier (2599 metrar), nærri Valfrejus, ekki langt frá ítölsku landamærunum þar sem fimmtíu hermenn voru saman komnir.

Leitarhundar og þyrlur voru notaðar við leitina, en flóðið féll í um 2.200 metra hæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×