Gildi listarinnar Þorvaldur S. Helgason skrifar 18. janúar 2016 13:32 Kæru landsmenn, ég þarf að viðurkenna svolítið fyrir ykkur. Eitthvað sem hefur legið á samvisku minni frá því ég man eftir mér og í ljósi ákveðinnar umræðu í þjóðfélaginu undanfarna daga og vikur þá hef ég ákveðið að stíga fram og koma loksins út úr skápnum með þessa byrði. Ég er listamaður. Ég hef vitað þetta frá því ég var barn en það var ekki fyrr en nýlega að mér tókst loksins að sættast við þessa óumflýjanlegu vitneskju. Það er nefnilega þannig með suma hluti að það er erfiðast að viðurkenna þá fyrir sjálfum sér. Alla mína ævi hef ég haft áhuga á listum. Ég byrjaði í píanónámi þegar ég var 7 ára gamall og var logandi hræddur fyrir fyrsta tímann. Helstu kynni mín af píanóleikurum þá voru úr Tomma og Jenna og ég sá sjálfan mig fyrir mér íklæddan kjólfötum að spila Mozart á svartan flygil. Ég var mjög feginn þegar ég komst að því að sú var ekki raunin. Alla mína æsku átti listin stóran þátt í menntun minni og mótun sjálfsmyndar minnar og þegar ég einangraðist félagslega á unglingsárunum hjálpaði hún mér að gleyma vinaleysinu og óörygginu. Samt sem áður var alltaf eitthvað við þessa listrænu drauma mína sem ég skammaðist mín fyrir. Ég vissi fullvel að þetta væri það sem ég hafði mestan áhuga á en samfélagið sem ég var partur af deildi ekki áhuga mínum. Í samfélaginu sem ég ólst upp í í Grafarvogi var list ekki metin neitt sérstaklega hátt og í skólanum var oft gert grín að mér fyrir það eitt að spila á píanó og ég uppnefndur Valdi píanó. Þó svo að það hafi aldrei gengið svo langt að geta kallast einelti þá var þetta ekki beint hvetjandi fyrir ungan listhneigðan strák og ekki bætti það úr að ég spilaði hvorki fótbolta né hélt með Manchester United. Nú þegar meira en áratugur er liðinn síðan ég var lítill og óöruggur grunnskólanemi sem þorði ekki viðurkenna að hann langaði að verða listamaður hefur margt breyst hjá mér en ég get ekki sagt það sama um samfélagið. Eins og umræðan um listamannalaun undanfarna daga og vikur sýnir glöggt þá búum við ennþá í samfélagi þar sem stórum hluta þjóðarinnar þykir ekki bara neikvætt að vera listamaður heldur tekur því sem persónulegri móðgun að ríkisstjórnin skuli styðja við bakið á litlum hluta þeirra fjölmörgu listamanna sem til eru hér á landi. Nú þegar ég lít til baka þá virðast uppnefningarnar sem ég varð fyrir í grunnskóla ekkert svo slæmar miðað við þær svívirðingar sem listamennirnir sem urðu svo „heppnir“ að hljóta listamannalaun hafa þurft að standa undir. En það er ekki markmið mitt hér að verja listamannalaun enda hafa fjölmargir aðrir barist hetjulega við orðníðingana á kommentakerfunum og þeim er ég mjög þakklátur enda myndi ég aldrei leggja í þá baráttu sjálfur. Það sem truflar mig mest við alla umræðuna um blessuð listamannalaunin eru ekki þær skoðanir sem fólk hefur á laununum sjálfum heldur þær undirliggjandi skoðanir sem stór hluti fólks virðist hafa á sjálfri listinni. Þetta fólk virðist líta á listina sem hreina og klára söluvöru og líta svo á að ef listamenn geti ekki selt list sína upp á eigin spýtur þá séu þeir hreinlega ekki nógu góðir listamenn og ættu bara að finna sér eitthvað annað að gera. Þetta sama fólk bendir okkur svo kurteisislega á að á meðan heilbrigðiskerfi okkar sé að svelta og fátækt blasi við skattpíndum fjölskyldum þá sé verið að moka peningum árum saman í rithöfunda sem henda svo kannski í eina bók á tíu ára fresti ef þeir eru í stuði. Raunveruleikinn gæti ekki verið fjarri lagi en það virðist hreinlega ekki vera nóg að benda fólki á að við á Íslandi búum í einu ríkasta landi heims þar sem það þykir eðlilegt að styðja við bakið á mismunandi sviðum þjóðfélagsins hvort sem um er að ræða landbúnað, sjávarútveg, menntastofnanir, heilbrigðiskerfi eða listir, sem allt eru nota bene hlutir sem skila gífurlegum arði í þjóðarbúið hvor á sinn hátt. Það virðist ekki vera nóg að benda þessu fólki á hinn augljósa ávinning sem við njótum góðs af sökum hinnar fjölbreyttu listaflóru sem hér er að finna, ávinning sem hægt er að sjá í beinhörðum krónum í milljónatali sem skila sér inn í þjóðarbúið í kjölfar þeirra fjölmörgu tónlistarhátíða og listviðburða sem haldnir eru hér á hverju ári. Ávinning sem er samt margfalt stærri og langvarandi en þessar vesölu krónur geta talið, því gildi listar verður aldrei mælt að fullu í peningum eða þeim veraldlegu gæðum sem hún skilar af sér. Við getum ekki verðlagt bækur Halldórs Laxness eða málverk Kjarvals, ekki frekar en við getum verðlagt grasið á Þingvöllum eða vatnið í Gullfossi. Vissulega getum við mælt hagnaðinn á sölu þessara tilteknu verka rétt eins og við getum mælt fjölda þeirra ferðamanna sem hafa heimsótt Þingvelli og Gullfoss (og þannig gróflega áætlað þær tekjur sem heimsóknir þeirra hafa skilað af sér) en það er ekki í peningunum sem raunverulegt gildi þessara hluta felst. Áhrif og gildi listarinnar eru, rétt eins og náttúrunnar, bæði stærri og meiri. Listin snertir dýpri strengi en veraldleg gæði fá mælt; hún er spegillinn sem sýnir okkur beint inn í dýpsta kjarna okkar eigin sjálfs og veitir vísbendingu um það hvað það raunverulega þýðir að vera mennskur. Þau áhrif verða hvorki mæld í peningum né hagvexti og krafan um það að listin eigi að standa og falla með því hvort hún skili hagnaði eða ekki er ekki einungis ósanngjörn gagnvart listinni sjálfri heldur er hún beinlínis hættuleg sjálfu samfélaginu. Hverskonar samfélag viljum við vera ef grundvallarforsenda allrar mannlegrar upplifunar er að hún skili hagnaði? Og hverskonar list viljum við hafa í þessu samfélagi? Því ef við ætlum að smætta listina niður í eintóma söluvöru og gera hana að þræl markaðslögmálanna þá er ég hræddur um að hún verði ekki lengur list heldur einfaldlega afþreying. Með fullri virðingu fyrir afþreyingu (enda er hún eitthvað sem allir hafa þörf fyrir) þá er hún einfaldlega ekki það sama og list. Afþreying veitir okkur upplyftingu frá amstri hversdagsins, lætur okkur gleyma ógreiddu reikningunum og útrunnu mjólkinni í ísskápnum í nokkrar mínútur en listin gerir eitthvað miklu meira. Oft getur verið erfitt að greina á milli afþreyingar og listar og skilin þar á milli eru óskýr en listin gerir meira en það að létta okkur lundina í skammdeginu. Listin breytir okkur sem manneskjum, lætur okkur sjá okkur sjálf og samfélagið sem við lifum í í nýju ljósi og þó hún hafi kannski ekki kraft til að breyta heiminum þá hefur hún kraft til þess að knýja á um betri heim og betra samfélag. Það er ekki þar með sagt að öll list geri þetta eða að þetta sé krafa allrar listar en sönn list hefur þessa möguleika og hefur gert þetta (þar nægir að benda á verk eins og Sjálfstætt Fólk og Njálu, verk sem höfðu bein áhrif á það hvernig Íslendingar skilgreindu sig sem þjóð). Auðvitað eru skiptar skoðanir um það hvað sé sönn list og hvað ekki, annars myndum við ekki vera að ræða þetta, því list er afl í stöðugri mótun og þróun. List hefur verið til í öllum samfélögum á öllum tímum og mun halda áfram að vera til svo lengi sem menn ganga um á þessari jörð en þrátt fyrir allan þann kraft sem hún býr yfir þá er hún engu að síður viðkvæm og þarfnast stöðugrar umönnunar. Til þess að listin fái að dafna þarf hún umönnun og alúð. Hún er jurt sem þarf að vökva ef við viljum að hún blómstri. Ef við gerum það ekki þá sprettur hún engu síður upp eins og illgresi en það er þá ekki víst að okkur muni endilega líka við það sem hún sýnir okkur. Það vilja allir njóta listar (ég þori að veðja að meira að segja svæsnustu orðníðingar kommentakerfanna eigi allir a.m.k. eina skáldsögu og eina plötu eftir íslenskan listamann upp í hillu heima hjá sér) en fólk virðist taka list sem fullkomlega sjálfsögðum hlut sem þau eiga rétt á að njóta á sínum eigin forsendum án þess að skeita neinu um rétt listamannsins til lífsviðurværis. Sumir vilja ekki einu sinni borga fyrir list (samanber ólöglegt niðurhal, sem höfundur þessa pistils er engan veginn saklaus af) og fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því, eða ekki vilja viðurkenna að til þess að list verði til þurfa listamenn að skapa hana og til þess að listamenn geti stundað sína list þurfa þeir á stuðningi að halda. Það er þetta sem listamannalaun snúast um í eðli sínu; að veita listamönnum möguleikann á því að geta stundað sína list og geta á sama tíma keypt í matinn. Svo má auðvitað deila um það hvernig þessum launum er útdeilt og til hverra en listamannalaun eru að sjálfsögðu ekki hafin yfir gagnrýni og eflaust er margt við skipulag þeirra sem mætti bæta. Þó að ég hafi enn ekki geta lifað af því að stunda list (enda nýútskrifaður og tiltölulega óreyndur listamaður) þá er ég gífurlega þakklátur þeim stuðningi sem ég hef fengið í formi menntunar og ég vona að samfélagið muni í framtíðinni sjá sér fært að veita mér álíka stuðning, hvort sem það verður með Listamannalaunum eða á einhvern annan hátt. Ég held að Íslendingar þurfi að spyrja sig þeirrar spurningar hvort þeir vilji vera samfélag sem fagnar listinni, ef svarið er já þá þurfum við að styðja við bakið á henni, ef svarið er nei þá hef ég miklar áhyggjur af framtíð þessa þjóðfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Kæru landsmenn, ég þarf að viðurkenna svolítið fyrir ykkur. Eitthvað sem hefur legið á samvisku minni frá því ég man eftir mér og í ljósi ákveðinnar umræðu í þjóðfélaginu undanfarna daga og vikur þá hef ég ákveðið að stíga fram og koma loksins út úr skápnum með þessa byrði. Ég er listamaður. Ég hef vitað þetta frá því ég var barn en það var ekki fyrr en nýlega að mér tókst loksins að sættast við þessa óumflýjanlegu vitneskju. Það er nefnilega þannig með suma hluti að það er erfiðast að viðurkenna þá fyrir sjálfum sér. Alla mína ævi hef ég haft áhuga á listum. Ég byrjaði í píanónámi þegar ég var 7 ára gamall og var logandi hræddur fyrir fyrsta tímann. Helstu kynni mín af píanóleikurum þá voru úr Tomma og Jenna og ég sá sjálfan mig fyrir mér íklæddan kjólfötum að spila Mozart á svartan flygil. Ég var mjög feginn þegar ég komst að því að sú var ekki raunin. Alla mína æsku átti listin stóran þátt í menntun minni og mótun sjálfsmyndar minnar og þegar ég einangraðist félagslega á unglingsárunum hjálpaði hún mér að gleyma vinaleysinu og óörygginu. Samt sem áður var alltaf eitthvað við þessa listrænu drauma mína sem ég skammaðist mín fyrir. Ég vissi fullvel að þetta væri það sem ég hafði mestan áhuga á en samfélagið sem ég var partur af deildi ekki áhuga mínum. Í samfélaginu sem ég ólst upp í í Grafarvogi var list ekki metin neitt sérstaklega hátt og í skólanum var oft gert grín að mér fyrir það eitt að spila á píanó og ég uppnefndur Valdi píanó. Þó svo að það hafi aldrei gengið svo langt að geta kallast einelti þá var þetta ekki beint hvetjandi fyrir ungan listhneigðan strák og ekki bætti það úr að ég spilaði hvorki fótbolta né hélt með Manchester United. Nú þegar meira en áratugur er liðinn síðan ég var lítill og óöruggur grunnskólanemi sem þorði ekki viðurkenna að hann langaði að verða listamaður hefur margt breyst hjá mér en ég get ekki sagt það sama um samfélagið. Eins og umræðan um listamannalaun undanfarna daga og vikur sýnir glöggt þá búum við ennþá í samfélagi þar sem stórum hluta þjóðarinnar þykir ekki bara neikvætt að vera listamaður heldur tekur því sem persónulegri móðgun að ríkisstjórnin skuli styðja við bakið á litlum hluta þeirra fjölmörgu listamanna sem til eru hér á landi. Nú þegar ég lít til baka þá virðast uppnefningarnar sem ég varð fyrir í grunnskóla ekkert svo slæmar miðað við þær svívirðingar sem listamennirnir sem urðu svo „heppnir“ að hljóta listamannalaun hafa þurft að standa undir. En það er ekki markmið mitt hér að verja listamannalaun enda hafa fjölmargir aðrir barist hetjulega við orðníðingana á kommentakerfunum og þeim er ég mjög þakklátur enda myndi ég aldrei leggja í þá baráttu sjálfur. Það sem truflar mig mest við alla umræðuna um blessuð listamannalaunin eru ekki þær skoðanir sem fólk hefur á laununum sjálfum heldur þær undirliggjandi skoðanir sem stór hluti fólks virðist hafa á sjálfri listinni. Þetta fólk virðist líta á listina sem hreina og klára söluvöru og líta svo á að ef listamenn geti ekki selt list sína upp á eigin spýtur þá séu þeir hreinlega ekki nógu góðir listamenn og ættu bara að finna sér eitthvað annað að gera. Þetta sama fólk bendir okkur svo kurteisislega á að á meðan heilbrigðiskerfi okkar sé að svelta og fátækt blasi við skattpíndum fjölskyldum þá sé verið að moka peningum árum saman í rithöfunda sem henda svo kannski í eina bók á tíu ára fresti ef þeir eru í stuði. Raunveruleikinn gæti ekki verið fjarri lagi en það virðist hreinlega ekki vera nóg að benda fólki á að við á Íslandi búum í einu ríkasta landi heims þar sem það þykir eðlilegt að styðja við bakið á mismunandi sviðum þjóðfélagsins hvort sem um er að ræða landbúnað, sjávarútveg, menntastofnanir, heilbrigðiskerfi eða listir, sem allt eru nota bene hlutir sem skila gífurlegum arði í þjóðarbúið hvor á sinn hátt. Það virðist ekki vera nóg að benda þessu fólki á hinn augljósa ávinning sem við njótum góðs af sökum hinnar fjölbreyttu listaflóru sem hér er að finna, ávinning sem hægt er að sjá í beinhörðum krónum í milljónatali sem skila sér inn í þjóðarbúið í kjölfar þeirra fjölmörgu tónlistarhátíða og listviðburða sem haldnir eru hér á hverju ári. Ávinning sem er samt margfalt stærri og langvarandi en þessar vesölu krónur geta talið, því gildi listar verður aldrei mælt að fullu í peningum eða þeim veraldlegu gæðum sem hún skilar af sér. Við getum ekki verðlagt bækur Halldórs Laxness eða málverk Kjarvals, ekki frekar en við getum verðlagt grasið á Þingvöllum eða vatnið í Gullfossi. Vissulega getum við mælt hagnaðinn á sölu þessara tilteknu verka rétt eins og við getum mælt fjölda þeirra ferðamanna sem hafa heimsótt Þingvelli og Gullfoss (og þannig gróflega áætlað þær tekjur sem heimsóknir þeirra hafa skilað af sér) en það er ekki í peningunum sem raunverulegt gildi þessara hluta felst. Áhrif og gildi listarinnar eru, rétt eins og náttúrunnar, bæði stærri og meiri. Listin snertir dýpri strengi en veraldleg gæði fá mælt; hún er spegillinn sem sýnir okkur beint inn í dýpsta kjarna okkar eigin sjálfs og veitir vísbendingu um það hvað það raunverulega þýðir að vera mennskur. Þau áhrif verða hvorki mæld í peningum né hagvexti og krafan um það að listin eigi að standa og falla með því hvort hún skili hagnaði eða ekki er ekki einungis ósanngjörn gagnvart listinni sjálfri heldur er hún beinlínis hættuleg sjálfu samfélaginu. Hverskonar samfélag viljum við vera ef grundvallarforsenda allrar mannlegrar upplifunar er að hún skili hagnaði? Og hverskonar list viljum við hafa í þessu samfélagi? Því ef við ætlum að smætta listina niður í eintóma söluvöru og gera hana að þræl markaðslögmálanna þá er ég hræddur um að hún verði ekki lengur list heldur einfaldlega afþreying. Með fullri virðingu fyrir afþreyingu (enda er hún eitthvað sem allir hafa þörf fyrir) þá er hún einfaldlega ekki það sama og list. Afþreying veitir okkur upplyftingu frá amstri hversdagsins, lætur okkur gleyma ógreiddu reikningunum og útrunnu mjólkinni í ísskápnum í nokkrar mínútur en listin gerir eitthvað miklu meira. Oft getur verið erfitt að greina á milli afþreyingar og listar og skilin þar á milli eru óskýr en listin gerir meira en það að létta okkur lundina í skammdeginu. Listin breytir okkur sem manneskjum, lætur okkur sjá okkur sjálf og samfélagið sem við lifum í í nýju ljósi og þó hún hafi kannski ekki kraft til að breyta heiminum þá hefur hún kraft til þess að knýja á um betri heim og betra samfélag. Það er ekki þar með sagt að öll list geri þetta eða að þetta sé krafa allrar listar en sönn list hefur þessa möguleika og hefur gert þetta (þar nægir að benda á verk eins og Sjálfstætt Fólk og Njálu, verk sem höfðu bein áhrif á það hvernig Íslendingar skilgreindu sig sem þjóð). Auðvitað eru skiptar skoðanir um það hvað sé sönn list og hvað ekki, annars myndum við ekki vera að ræða þetta, því list er afl í stöðugri mótun og þróun. List hefur verið til í öllum samfélögum á öllum tímum og mun halda áfram að vera til svo lengi sem menn ganga um á þessari jörð en þrátt fyrir allan þann kraft sem hún býr yfir þá er hún engu að síður viðkvæm og þarfnast stöðugrar umönnunar. Til þess að listin fái að dafna þarf hún umönnun og alúð. Hún er jurt sem þarf að vökva ef við viljum að hún blómstri. Ef við gerum það ekki þá sprettur hún engu síður upp eins og illgresi en það er þá ekki víst að okkur muni endilega líka við það sem hún sýnir okkur. Það vilja allir njóta listar (ég þori að veðja að meira að segja svæsnustu orðníðingar kommentakerfanna eigi allir a.m.k. eina skáldsögu og eina plötu eftir íslenskan listamann upp í hillu heima hjá sér) en fólk virðist taka list sem fullkomlega sjálfsögðum hlut sem þau eiga rétt á að njóta á sínum eigin forsendum án þess að skeita neinu um rétt listamannsins til lífsviðurværis. Sumir vilja ekki einu sinni borga fyrir list (samanber ólöglegt niðurhal, sem höfundur þessa pistils er engan veginn saklaus af) og fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því, eða ekki vilja viðurkenna að til þess að list verði til þurfa listamenn að skapa hana og til þess að listamenn geti stundað sína list þurfa þeir á stuðningi að halda. Það er þetta sem listamannalaun snúast um í eðli sínu; að veita listamönnum möguleikann á því að geta stundað sína list og geta á sama tíma keypt í matinn. Svo má auðvitað deila um það hvernig þessum launum er útdeilt og til hverra en listamannalaun eru að sjálfsögðu ekki hafin yfir gagnrýni og eflaust er margt við skipulag þeirra sem mætti bæta. Þó að ég hafi enn ekki geta lifað af því að stunda list (enda nýútskrifaður og tiltölulega óreyndur listamaður) þá er ég gífurlega þakklátur þeim stuðningi sem ég hef fengið í formi menntunar og ég vona að samfélagið muni í framtíðinni sjá sér fært að veita mér álíka stuðning, hvort sem það verður með Listamannalaunum eða á einhvern annan hátt. Ég held að Íslendingar þurfi að spyrja sig þeirrar spurningar hvort þeir vilji vera samfélag sem fagnar listinni, ef svarið er já þá þurfum við að styðja við bakið á henni, ef svarið er nei þá hef ég miklar áhyggjur af framtíð þessa þjóðfélags.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar