Erlent

Þrettán féllu í sjálfsvígsárás

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Að minnsta kosti þrettán féllu og fjórtán særðust í sjálfsvígsárás í borginni Jalalabad í Afganistan í gær. Árásin var gerð á fjölskyldusamkomu á heimili háttsetts embættismanns. Um er að ræða aðra sjálfsvígsárásina í borginni á nokkrum dögum.

Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér, en hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið lýstu yfir ábyrgð á sjálfsvígsárás í borginni á miðvikudag.

Fulltrúar Afganistan, Pakistan, Bandaríkjanna og Kína hittust í síðustu viku til að ræða vaxandi spennu í Afganistan, og er næstu fundur boðaður í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×