Forsætisráðherra segir miðborg Reykjavíkur sameign þjóðarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2016 21:39 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir eðlilegt að menn skiptist á skoðunum um skipulag í miðborg Reykjavíkur þar sem gamli bærinn sé í raun sameign þjóðarinnar. Sigmundur hefur gagnrýnt uppbyggingu á svokölluðu Hafnartorgi í miðbænum og meðal annars kallað byggingaráformin skipulagsslys, en hann ræddi skipulagsmál í þættinum Eyjunni á Stöð 2 í kvöld. „Þegar við erum að tala miðbæ höfuðborgarinnar, gamla miðbæinn, þá erum hann í raun sameign okkar allra og eðlilegt að menn skiptist á skoðunum um hvað sé rétt að gera þar og nýti þau tækifæri sem eru til staðar því það eru þrátt fyrir allt veruleg tækifæri í því þegar það er uppsveifla, þegar það er eftirspurn eftir húsnæði til þess að byggja þá upp á þann hátt að það standist tímans tönn og styrki stöðu bæjarins til langs tíma,“ sagði Sigmundur. Að mati forsætisráðherra mun miðbær Reykjavíkur aldrei geta keppt við til dæmis verslunarmiðstöðvar um stærð verslunarrýmis og fjölda bílastæða. Sérstaða miðbæjarins liggi í því sögulega og menningarlega. Þá snúist málið ekki um það að byggja gömul timbur-eða bárujárnshús í Borgartúni eða úthverfum heldur um það að Borgartúnið verði ekki fært niður í miðbæ. „Mér finnst að allir íbúar eigi að hafa skoðun á þessu og menn eigi að láta í sér heyra en þetta varðar líka mitt svið. Ég ekki aðeins má skipta mér af þessu, ég á beinlínis að gera það vegna þess að minjavernd, verndun hins byggða umhverfis heyrir undir mig, og það væri ábyrgðarhlutur ef ég léti það viðgangast að menn gerðu risastór mistök án þess að benda á það.“ Fyrri hluta viðtals Björns Inga Hrafnssonar má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir eðlilegt að menn skiptist á skoðunum um skipulag í miðborg Reykjavíkur þar sem gamli bærinn sé í raun sameign þjóðarinnar. Sigmundur hefur gagnrýnt uppbyggingu á svokölluðu Hafnartorgi í miðbænum og meðal annars kallað byggingaráformin skipulagsslys, en hann ræddi skipulagsmál í þættinum Eyjunni á Stöð 2 í kvöld. „Þegar við erum að tala miðbæ höfuðborgarinnar, gamla miðbæinn, þá erum hann í raun sameign okkar allra og eðlilegt að menn skiptist á skoðunum um hvað sé rétt að gera þar og nýti þau tækifæri sem eru til staðar því það eru þrátt fyrir allt veruleg tækifæri í því þegar það er uppsveifla, þegar það er eftirspurn eftir húsnæði til þess að byggja þá upp á þann hátt að það standist tímans tönn og styrki stöðu bæjarins til langs tíma,“ sagði Sigmundur. Að mati forsætisráðherra mun miðbær Reykjavíkur aldrei geta keppt við til dæmis verslunarmiðstöðvar um stærð verslunarrýmis og fjölda bílastæða. Sérstaða miðbæjarins liggi í því sögulega og menningarlega. Þá snúist málið ekki um það að byggja gömul timbur-eða bárujárnshús í Borgartúni eða úthverfum heldur um það að Borgartúnið verði ekki fært niður í miðbæ. „Mér finnst að allir íbúar eigi að hafa skoðun á þessu og menn eigi að láta í sér heyra en þetta varðar líka mitt svið. Ég ekki aðeins má skipta mér af þessu, ég á beinlínis að gera það vegna þess að minjavernd, verndun hins byggða umhverfis heyrir undir mig, og það væri ábyrgðarhlutur ef ég léti það viðgangast að menn gerðu risastór mistök án þess að benda á það.“ Fyrri hluta viðtals Björns Inga Hrafnssonar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira