Erlent

Einn látinn í Frakklandi í kjölfar prófana á nýju lyfi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Forstjóri fyrirtækisins Biotrial, Francois Peaucelle, sem sá um prófanirnar.
Forstjóri fyrirtækisins Biotrial, Francois Peaucelle, sem sá um prófanirnar. vísir/afp
Maður, sem varð heiladauður í kjölfar lyfjaprófana sem fór fram í borginni Rennes í Frakklandi, er látinn. Hann var einn af sex einstaklingum sem veiktust alvarlega eftir lyfjaprófanirnar en líðan hinna fimm er stöðugt samkvæmt upplýsingum frá spítalanum í Rennes þar sem fólkið dvelur.

Alls tóku 90 sjálfboðaliðar þátt í lyfjaprófununum en lyfið er framleitt af portúgalska fyrirtækinu Bial. Saksóknarinn í París hefur hafið rannsókn á því hvað fór úrskeiðis við prófanirnar en í yfirlýsingu frá spítalanum í Rennes segir að hinir 84 sem tóku þátt í prófununum hafi ekki fundið til svipaðra einkenna og þeir sex sem veikst hafa.

Franska fyrirtækið Biotrial sá um prófunina á lyfinu sem hefur nú verið hætt. Fyrirtækið hefur staðið fyrir þúsundum lyfjaprófana frá því það tók til starfa árið 1989.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×