Handbolti

Arnór Þór: "Yfirspiluðu okkur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson var góður í horninu í dag.
Arnór Þór Gunnarsson var góður í horninu í dag. Vísir/Valli
„Mér líður ömurlega og það var leiðinlegt að klúðra síðasta skotinu hjá mér,“ segir Arnór Þór Gunnarsson í samtali við Henry Birgi Gunnarsson, íþróttafréttamann 365, eftir tapið gegn Hvít-Rússum á Evrópumótinu í handknattleik í dag en leikurinn fór 39-38.

„Við spiluðum ekki vörn í leiknum. Við erum að fá okkur 39 mörk í leiknum og þá er erfitt að fá eitthvað út úr leiknum.“

Arnóri fannst Björgvin Páll fínn í markinu í dag en liðið ekki að spila nægilega góða vörn fyrir framan h hann.

„Við töluðum um það fyrir leikinn að þetta yrði allt öðruvísi handbolti sem við værum að fara spila í dag en á föstudaginn. Hvítu-Rússarnir eru mun klókari en Norðmenn og bara yfirspiluðu okkur í dag,“ segir Arnór sem bendir samt sem áður á að sóknarleikurinn hafi verið góður hjá liðinu í dag.

„Að skora allan þennan fjölda af mörkum á að vera nóg til að vinna handboltaleik.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á TwitterFacebook og Snapchat (notendanafn: sport365).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×