Minnast merkrar en átakanlegrar sögu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. janúar 2016 15:45 Wieslaw Grabowski, sonur skipstjórans sem fórst með Wirgy og Witold Bogdanski á leið á slysstaðinn sumarið 2014 til að leggja þar blómsveig. „Við erum að minnast merkrar en átakanlegrar sögu sem fáir vita af. Um það þegar pólska flutningaskipið SS Wirgy sökk í aftakaveðri út af Mýrum í janúar 1942 og tuttugu og sjö fórust, þar af tveir Íslendingar,“ segir Witold Bogdanski um sýninguna Minning þeirra lifir sem verður opnuð í dag í Sjóminjasafninu á Grandagarði klukkan 16. „Einn þáttur hennar er þó jákvæður, afrek Braga Kristjánssonar, átján ára, sem synti og skreið til bæjar og komst af, ásamt pólska stýrimanninum Ludwik Smolski.“ Witold Bogdanski lýsir atburðinum nánar. „Skipið var eitt af mörgum í stórri skipalest á leið til New York þegar það sökk. Meirihluti skipverja komst við illan leik í björgunarbát en honum hvolfdi og aðeins nokkrir komust á kjöl. Undir morgun reyndu þeir fjórir sem eftir voru að synda til lands. Braga og Smolski tókst það, hinir drukknuðu í flæðarmálinu. Bragi skreið aðframkominn 1,2 km leið að Syðra-Skógarnesi og bóndinn þar, Kristján Kristjánsson, náði að bjarga Smolski sem lá meðvitundarlaus í fjöruborðinu.“ Witold Bogdanski er sýningarstjóri sýningarinnar í Sjóminjasafninu. Hann hefur rannsakað söguna, safnað myndum og heimildum, meðal annars rætt við dóttur Kristjáns bónda í Syðra-Skógarnesi, sem var átta ára þegar sjóslysið átti sér stað, og man vel komu skipbrotsmannanna tveggja. „En það var ekki mikið skrifað um þennan atburð,“ segir Witold Bogdanski. „Bæði var stríð og ritskoðun, svo var verkfall prentara og lítið um blöð svo þjóðin frétti ekki mikið af slysinu.“ Samtök Pólverja á Íslandi (SPI), Iceland News Polska ásamt Sendiráði Póllands standa fyrir sýningunni í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur. Sýningin stendur til 7. febrúar 2016. Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við erum að minnast merkrar en átakanlegrar sögu sem fáir vita af. Um það þegar pólska flutningaskipið SS Wirgy sökk í aftakaveðri út af Mýrum í janúar 1942 og tuttugu og sjö fórust, þar af tveir Íslendingar,“ segir Witold Bogdanski um sýninguna Minning þeirra lifir sem verður opnuð í dag í Sjóminjasafninu á Grandagarði klukkan 16. „Einn þáttur hennar er þó jákvæður, afrek Braga Kristjánssonar, átján ára, sem synti og skreið til bæjar og komst af, ásamt pólska stýrimanninum Ludwik Smolski.“ Witold Bogdanski lýsir atburðinum nánar. „Skipið var eitt af mörgum í stórri skipalest á leið til New York þegar það sökk. Meirihluti skipverja komst við illan leik í björgunarbát en honum hvolfdi og aðeins nokkrir komust á kjöl. Undir morgun reyndu þeir fjórir sem eftir voru að synda til lands. Braga og Smolski tókst það, hinir drukknuðu í flæðarmálinu. Bragi skreið aðframkominn 1,2 km leið að Syðra-Skógarnesi og bóndinn þar, Kristján Kristjánsson, náði að bjarga Smolski sem lá meðvitundarlaus í fjöruborðinu.“ Witold Bogdanski er sýningarstjóri sýningarinnar í Sjóminjasafninu. Hann hefur rannsakað söguna, safnað myndum og heimildum, meðal annars rætt við dóttur Kristjáns bónda í Syðra-Skógarnesi, sem var átta ára þegar sjóslysið átti sér stað, og man vel komu skipbrotsmannanna tveggja. „En það var ekki mikið skrifað um þennan atburð,“ segir Witold Bogdanski. „Bæði var stríð og ritskoðun, svo var verkfall prentara og lítið um blöð svo þjóðin frétti ekki mikið af slysinu.“ Samtök Pólverja á Íslandi (SPI), Iceland News Polska ásamt Sendiráði Póllands standa fyrir sýningunni í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur. Sýningin stendur til 7. febrúar 2016.
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira