Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Ingvar Haraldsson skrifar 16. janúar 2016 07:00 Stefán Máni hefur aldrei fengið meira en sex mánuði í listamannalaun. Síðustu tvö ár hefur hann fengið þrjá mánuði úthlutaða. fréttablaðið/anton brink „Mér finnst að það eigi að fara betur með þessa peninga og nota þá til að gefa fleirum kraft,“ segir Stefán Máni rithöfundur um úthlutun listamannalauna. Spennusagnahöfundurinn vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Óeðlilegt sé að rithöfundar geti verið á launum í mörg ár við að skrifa sömu bókina. „Tvö ár eiga alveg að vera nægur tími til að skrifa bók,“ segir Stefán Máni. „Ég átta mig alveg á því að af og til er fólk að vinna að flóknum bókum og einhverjum ægilegum meistaraverkum. Mér finnst að það eigi ekki að vera hægt að ætlast til þess að ríkið bakki þig bara upp alla leið.“ Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, bendir aftur á móti á að listamannalaun séu verkefnistengdir styrkir og allir rithöfundar verði að skila framvinduskýrslu á meðan verkefnið er í vinnslu og eftir að því lýkur til að sýna fram á hvernig því miði. Stefán Máni kveðst telja að það geti verið óhollt að vera alltaf á listamannalaunum. „Sjálfur myndi ég ekki kæra mig um það,“ segir hann. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ellefu rithöfundar hefðu verið á listamannalaunum í níu ár eða lengur síðasta áratug. Stefán Máni bendir á að hann eigi tuttugu ára útgáfuafmæli í ár en hafi aldrei fengið meira en sex mánuði úr launasjóði rithöfunda. Mjög erfitt sé að lifa á launum til skemmri tíma en hálfs árs. „Það er að myndast þessi pressa. Ef ég gef ekki út bók á hverju ári þá verð ég bara gjaldþrota,“ segir Stefán Máni. Þá ætti að gera yngri listamönnum auðveldara fyrir að komast að. „Þeir eru að fá mjög lítið. Það þarf að vera meiri endurnýjun. Það þarf að hlúa að ungu höfundunum því annars gefast þeir bara upp og þá verður þetta bara búið,“ segir Stefán Máni Bryndís segir að gerðar hafi verið ákveðnar breytingar á úthlutunarreglum listamannalauna í ár til að reyna að auðvelda ungu fólki að komast að. Það séu hins vegar takmörk fyrir því hvað hægt sé að líta til margra þátta annarra en verkefnisins sjálfs við úthlutun listamannalauna. Þá bendir Bryndís á að meðalaldur umsækjenda sé nokkuð hár. Meðalaldur rithöfunda sem sóttu um listamannalaun árið 2015 var 47 ár en meðaldur þeirra sem fengu úthlutun var 50 ár. Tengdar fréttir Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Mér finnst að það eigi að fara betur með þessa peninga og nota þá til að gefa fleirum kraft,“ segir Stefán Máni rithöfundur um úthlutun listamannalauna. Spennusagnahöfundurinn vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Óeðlilegt sé að rithöfundar geti verið á launum í mörg ár við að skrifa sömu bókina. „Tvö ár eiga alveg að vera nægur tími til að skrifa bók,“ segir Stefán Máni. „Ég átta mig alveg á því að af og til er fólk að vinna að flóknum bókum og einhverjum ægilegum meistaraverkum. Mér finnst að það eigi ekki að vera hægt að ætlast til þess að ríkið bakki þig bara upp alla leið.“ Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, bendir aftur á móti á að listamannalaun séu verkefnistengdir styrkir og allir rithöfundar verði að skila framvinduskýrslu á meðan verkefnið er í vinnslu og eftir að því lýkur til að sýna fram á hvernig því miði. Stefán Máni kveðst telja að það geti verið óhollt að vera alltaf á listamannalaunum. „Sjálfur myndi ég ekki kæra mig um það,“ segir hann. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ellefu rithöfundar hefðu verið á listamannalaunum í níu ár eða lengur síðasta áratug. Stefán Máni bendir á að hann eigi tuttugu ára útgáfuafmæli í ár en hafi aldrei fengið meira en sex mánuði úr launasjóði rithöfunda. Mjög erfitt sé að lifa á launum til skemmri tíma en hálfs árs. „Það er að myndast þessi pressa. Ef ég gef ekki út bók á hverju ári þá verð ég bara gjaldþrota,“ segir Stefán Máni. Þá ætti að gera yngri listamönnum auðveldara fyrir að komast að. „Þeir eru að fá mjög lítið. Það þarf að vera meiri endurnýjun. Það þarf að hlúa að ungu höfundunum því annars gefast þeir bara upp og þá verður þetta bara búið,“ segir Stefán Máni Bryndís segir að gerðar hafi verið ákveðnar breytingar á úthlutunarreglum listamannalauna í ár til að reyna að auðvelda ungu fólki að komast að. Það séu hins vegar takmörk fyrir því hvað hægt sé að líta til margra þátta annarra en verkefnisins sjálfs við úthlutun listamannalauna. Þá bendir Bryndís á að meðalaldur umsækjenda sé nokkuð hár. Meðalaldur rithöfunda sem sóttu um listamannalaun árið 2015 var 47 ár en meðaldur þeirra sem fengu úthlutun var 50 ár.
Tengdar fréttir Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23
Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33
Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38
Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00
Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11