Erlent

Lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan dreng í bakið

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan í Chicago hefur nú birt í annað sinn á undanförnum mánuðum, birt myndband af lögregluþjóni elta og skjóta þeldökkan táning. Það var gert vegna þrýstings frá íbúum og lögfræðingum.

Samkvæmt New York Times hafa embættismenn í Chicago barist gegn því að myndbandið yrði birt. Hvorki lögreglumaðurinn í þessu myndbandi, né því síðasta hefur verið ákærður.

Myndbandið er ekki í góðum gæðum, en á því má sjá hvernig lögreglumaður skýtur hinn 17 ára gamla Cedrick Chatman. Bílnum hafði verið stolið og hljóp Chatman undan lögregluþjóninum, sem elti hann og skaut hann í bakið.

Lögregluþjónninn sagðist hafa séð gráan hluti í höndum Chatman og að hann hafi óttast að það væri byssa. Hluturinn reyndist vera iPhone kassi.

Hér að neðan má heyra lögmann Chatman fjölskyldunnar, Mark Smolens, fjalla um myndbandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×