Erlent

Herþyrlur skullu saman nærri Hawaii

Samúel Karl Ólason skrifar
Talið er að sambærilegar þyrlur landgönguliðsins hafi skollið saman.
Talið er að sambærilegar þyrlur landgönguliðsins hafi skollið saman. Vísir/AFP
Tvær herþyrlur skullu saman nærri Oahu eyjunni í Hawaii klasanum í dag. Ekki er vitað hvað olli slysinu en sex landgönguliðar voru í hvorri þyrlunni. Björgunarstarf er hafið og segja vitni að brak hafi sést á floti.

Myrkur er á svæðinu sem gerir björgunarstörf erfið, en bæði herinn og strandgæsla Bandaríkjanna koma að leitinni auk almennra björgunarsveita. Ekki liggur fyrir hvort að einhver hafi fundist á lífi.

Tæpt ár er frá því að MV-22 Osprey, sem er blanda af flugvél og þyrlu, brotlenti með 21 landgönguliða um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×