Erlent

Sjaldgæfur janúar fellibylur stefnir á Asóreyjar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Alex vestur af strönd Marokkó. Þaðan mun hann halda áfram vestur í átt að Asóreyjum.
Alex vestur af strönd Marokkó. Þaðan mun hann halda áfram vestur í átt að Asóreyjum. vísir/getty
Fellibylur, sem fengið hefur nafnið Alex, stefnir nú í átt að Asóreyjaklasanum. Afar óvenjulegt er að fellibylir myndist yfir Atlantshafinu í janúar en slíkt hefur ekki gerst frá árinu 1938. Alex er fjórði janúarfellibylurinn sem vitað er um en skráningar hófust árið 1851. Þetta kemur fram á vef BBC.

Viðvörun hefur verið gefin út vegna veðurofsans á eyjunum sem tilheyra Portúgal og eru vestasti oddi Evrópu. Fellibylurinn mun líklega ná landi á morgun og er gert ráð fyrir að vindur nái fárviðrisstyrk og rúmlega það. Talið er að ölduhæð geti orðið allt að átján metrar.

Yfir Kyrrahafinu hefur annar hitabeltisstormur, Pali, myndast en hann hefur ekki enn náð fellibylsstyrk. Fellibylir eru ekki síður sjaldgæfir í Kyrrahafinu á þessum árstíma. Veðurfræðingar heimsins telja að stormana megi rekja til hás yfirborðshitastigs sjávar og sterkra vindstrauma í kjölfar þess að El Niño var óvenju öflugur að þessu sinni.


Tengdar fréttir

Verri stormar en áður hafa þekkst frá El Niño

Geimferðastofnun Bandaríkjanna varar við að El Nio-veðurfyrirbrigðið í ár gæti valdið verstu stormum í sögu sinni. El Niño lætur á sér kræla á tveggja til sjö ára fresti. Nú þegar hefur það valdið mannskæðum flóðum í Suðu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×