Erlent

15 ára handtekin með sprengiefni

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Lögreglan í Árósum.
Lögreglan í Árósum. Nordicphotos/AFP
Fimmtán ára dönsk stúlka var handtekin á miðvikudag á Sjálandi fyrir að hafa sprengiefni í vörslu sinni og hvetja til hryðjuverka.

Stúlkan tók upp íslamstrú og grunur leikur á að hún styðji málstað Íslamska ríkisins. Lögregla og sprengjuleitarsveitir réðust heim til hennar og gerðu sprengiefni upptækt í smábænum Kundbt á Sjálandi. Hún verður dæmd eftir löggjöf um hryðjuverk. Vitnaleiðslur hófust í gær.

Á Facebook segist stúlkan meðlimur í samtökunum Hizb ut-Tahrir sem styðja stofnun kalífadæmis sem byggt sé á sjaría-lögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×