Erlent

Þrír menn sakfelldir fyrir eitt stærsta gimsteinarán sögunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Öryggisfyrirtækið sem mennirnir brutust inn í var rekið á svæði í London þar sem fjölmörg skartgripafyrirtæki eru rekin og eigendur þeirra geymdu margir hverjir dýrmæta gimsteina í öryggishólfum.
Öryggisfyrirtækið sem mennirnir brutust inn í var rekið á svæði í London þar sem fjölmörg skartgripafyrirtæki eru rekin og eigendur þeirra geymdu margir hverjir dýrmæta gimsteina í öryggishólfum. Vísir/AFP
Dómstóll í Englandi hefur dæmt þrjá menn seka vegna aðildar að Hatton Garden-ráninu, einu stærsta gimsteinaráni sögunnar, í Woolwich Crown í London í apríl.

Dómstóllinn fann þá Carl Wood, William Lincoln og Hugh Doyle seka, en í ráninu brutust mennirnir inn í öryggisþjónustu sem rak öryggishólf fyrir gimsteinasala og komust undan með peninga og gimsteina sem fyrir um 200 milljónir pund. Það samsvarar um 41 milljarði króna.

Í frétt BBC kemur fram að Jon Harbinson, frændi Lincoln, hafi verið sýknaður af aðild að ráninu, en hann hafði setið í fangelsi í átta mánuði.

Fjórir menn höfðu áður játað aðild að ráninu, en hópur manna var handtekinn af lögreglu í maí síðastliðinn. Mennirnir eru allir breskir og á aldrinum 48 til 76.

Dómari mun ákvarða refsingu þeirra Wood og Lincoln þann 7. mars, en ekki er ljóst hvenær ákvörðun um refsingu Doyle verður tekin.

Öryggisfyrirtækið sem mennirnir brutust inn í var rekið á svæði í London þar sem fjölmörg skartgripafyrirtæki eru rekin og eigendur þeirra geymdu margir hverjir dýrmæta gimsteina í öryggishólfum.

Boruðu sig í gegnum þykkan vegg

Ránið átti sér stað yfir páskahelgina þegar fáir voru á ferðinni í hverfinu og fengu þjófarnir nægan tíma til að athafna sig.

Til að komast að öryggishólfunum þurftu þjófarnir að bora stórar holur í gegnum 50 sentímetra þykkan vegg. Þegar það var búið tæmdu þeir fjölda öryggishólfa og komust undan á hvítum sendiferðabíl.

Lögreglan var gagnrýnd vegna ránsins og þá sérstaklega þegar í ljós kom að lögreglan brást ekki við þegar viðvörunarkerfi fór í gang í versluninni.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni sagði að verkferlum hafi ekki verið fylgt eftir rétt, annars hefðu lögregluþjónar farið á vettvang.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×