Erlent

Thorning-Schmidt fer til Bretlands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helle Thorning-Schmidt var forsætisráðherra fram að kosningum 2015.
Helle Thorning-Schmidt var forsætisráðherra fram að kosningum 2015. vísir/epa
Helle Thorning-Schmidt ætlar að láta af þingmennsku og flytja til Bretlands. Þar tekur hún við framkvæmdastjóra hjá alþjóðasamtökum Barnaheilla – Save the Children. Þetta kemur fram á vef Danmarks Radio.

Thorning-Schmidt var fyrsta konan í Danmörku til að gegna embætti forsætisráðherra. Hún lét af embætti eftir síðustu kosningar, en þá tók Lars Lokke Rasmussen við embætti.

Eiginmaður Thorning-Schmidt, Stephen Kinnock, er breskur og starfar í Bretlandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×