Erlent

Fimm barna saknað eftir snjóflóð í Ölpunum

vísir/epa
Að minnsta kosti einn er látinn og fimm er saknað eftir að snjóflóð féll á hóp skólabarna í frönsku Ölpunum í dag. Fjórir eru alvarlega slasaðir, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins.

Snjóflóðið varð skammt frá skíðastaðnum Les Deux Alpes síðdegis en börnin voru þar í skíðaferðalagi ásamt kennara sínum. Björgunarsveitir leita nú þeirra sem saknað er og nota meðal annars þyrlur og sporhunda við leitina.

Uppfært kl. 18.00

Tveir eru látnir, fjórtán ára frönsk stúlka og ferðamaður frá Úkraínu. Barnanna fimm er enn leitað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×