Erlent

Rifja upp lendingu eldflaugar með frábæru myndbandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá mynd sem tekin er á níu mínútna tímabili og sýnir ferli flaugarinnar.
Hér má sjá mynd sem tekin er á níu mínútna tímabili og sýnir ferli flaugarinnar. Vísir/Getty
Fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elon Musk, birti í gær myndband þar sem geimskot þeirra frá því í síðasta mánuði er rifjað upp. Fyrirtækinu tókst að skjóta upp ómannaðri eldflaug með ellefu gervihnetti og lenda henni lóðrétt aftur, eftir að gervihnöttunum var komið á sporbraut.

Um mikið afrek er að ræða sem er lykilatriði í þeirri áætlun SpaceX að draga verulega úr kostnaði við geimskot.

Sjá einnig: Skutu geimflaug á loft og lentu henni aftur

Flauginni, sem ber heitið Falcon-9, er seinna meir ætlað að flytja geimfarar til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Um er að fyrsta geimskot SpaceX frá því að eldflaug fyrirtækisins sprakk í loft upp skömmu eftir flugtak.


Tengdar fréttir

Google fjárfestir í SpaceX

Google og fjárfestingafélagið Fidelity hafa fjárfest fyrir samtals um einn milljarð dollara í geimferðafyrirtæki Elon Musk.

Geimskotið tókst en lendingin ekki

Byltingarkennd tilraun SpaceX til að lenda eldflaug aftur eftir geimskot, á pramma fljótandi á Atlantshafinu tókst ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×