Erlent

Banna sænskum ráðherra að koma til Ísrael

Samúel Karl Ólason skrifar
Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar.
Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Vísir/EPA
Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, má ekki ferðast til Ísrael. Wallström sagði í síðasta mánuði að Ísrael þyrfti að hætta „aftökum án dóms og laga“. Þar var hún að vísa til þess að rúmlega hundrað Palestínumenn hafa látið lífið á tveimur mánuðum. Flestir þeirra þar sem þeir frömdu, eða reyndu að fremja, hnífaárásir gegn Ísraelsmönnum.

Þá hefur utanríkisráðherra Ísrael, Tzipi Hotovely, sagt að „hliðum Ísrael væri lokað“ fyrir sænskum embættismönnum. Wallström er þú sú eina sem hefur verið bannað að koma til landsins.

Hotovely sagði að samband Svíþjóðar og Ísrael hafði versnað mjög síðastliðin tvö ár. Á þeim tíma hafi Ísraelsmönnum borist margar beiðnir um heimsóknir frá sænskum embættismönnum en þeim hefði verið hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×