Teflir saman svart-hvítum samtíma og liðinni tíð Magnús Guðmundsson skrifar 13. janúar 2016 13:00 Katrín Elvarsdóttir er höfundur sýningarinnar Andvari sem verður opnuð í Þjóðminjasafninu næsta laugardag. Visir/Stefán Þjóðminjasafnið hefur á liðnum árum gert talsvert af því að sýna ljósmyndir, bæði gamlar og nýjar, og næstkomandi laugardag verða opnaðar þrjár sýningar innan veggja safnsins. Stærsta sýningin kallast Andvari og þar getur að líta svart-hvítar landslagsmyndir eftir fimm samtímaljósmyndara og tvo frá liðinni tíð. Sýningarhöfundur er Katrín Elvarsdóttir og hún segir að verk samtímaljósmyndaranna séu flest ný af nálinni. „En svo eru líka á sýningunni myndir úr safnaeigninni eftir tvo áhugaljósmyndara frá síðustu öld, þá Arngrím Ólafsson og Sigurð Tómasson. Sigurður var úrsmiður og Arngrímur prentari en þeir ferðuðust báðir mikið um landið og tóku myndir. Það sem var hvað merkilegast við það sem Sigurður gerði var að hann bæði tók mikið af stereoscope-myndum, en þá eru teknar tvær myndir í einu og svo skoðað í sérstökum kíki til þess að fá þrívídd, og svo tók hann líka fyrstur Íslendinga litmyndir. Það var reyndar mjög snemma á öldinni. Svo erum við með ákaflega skemmtilegar myndir eftir Arngrím þar sem hann og vinir hans, nokkrir ljósmyndarar, eru að ferðast um landið. Það er ákaflega gaman að sjá þar myndavélarnar sem þeir voru með, klæðaburðinn, gömlu bílana og annað sem skapar sterkan tíðaranda í myndunum.Fjall eftir Joakim Eskildsen.Í samtímahópnum er íslensk náttúra líka mjög áberandi. Regnbogamyndir frá Lilju Birgisdóttur, ferðalag frá Kristínu Hauksdóttir, alveg ný verk eftir Daniel Reuter, Claudia Hausfeld er hins vegar með texta þar sem hún leitast við að lýsa upplifun sinni af því að fara og skoða myndasafn en hún er reyndar með eina mynd líka. Síðan fengum við danskan ljósmyndara frá Berlín sem heitir Joakim Eskildsen sem er talsvert þekktur og hann er með svart-hvítar myndir frá 1989-93 sem voru teknar víða á Norðurlöndum, þar á meðal hér.“ Katrín segir ástæðuna fyrir því að hún hafi ákveðið að tefla saman verkum þessara ljósmyndara vera að hana hafi langað til þess að setja upp svart-hvíta sýningu. „Ég fór að skoða hverjir hafa verið að vinna mikið svart-hvítt og út frá þeim sýningum sem ég hef séð undanfarin ár þá datt mér þessi hópur í hug. Tvö þeirra eru reyndar þýsk, þau Claudia og Daniel, og búa bæði hér en það var bara tilviljun að þau urðu fyrir valinu. Síðan hafði ég unnið áður í stórum verkefnum fyrir Þjóðminjasafnið og vissi að það væri mjög margt þar sem kæmi til greina og söfn þessara tveggja karla hafa aldrei verið sýnd áður. Þetta er bara búið að liggja í geymslum og mér fannst vera kominn tími til að draga þessar fínu myndir fram í dagsljósið. Mér finnst þetta koma vel út og passa skemmtilega saman þrátt fyrir aldursmun og ólíka nálgun. Það er flott að sjá hvað var í gangi á þessum tíma sem eldri myndirnar eru frá. Sigurður var afskaplega góður ljósmyndari og svo mikil stemning í myndunum frá Arngrími. Það er talað um að myndirnar eftir Sigurð séu frá því um 1925 til 1945 en myndir Arngríms líkast til um 1930 til 1950 en þetta er reyndar eitthvað sem þyrfti að rannsaka frekar.“Ein af ljósmyndum Arngríms Ólafssonar á sýningunni Andvara.Sýningin í Þjóðminjasafninu er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands sem hefst á fimmtudaginn en um níu sýningar verða opnaðar í tengslum við hátíðina á næstu dögum. Tvær minni sýningar verða einnig opnaðar í Þjóðminjasafninu á laugardaginn og Katrín segir að það séu líka ákaflega skemmtilegar sýningar. „Annars vegar er það sýningin Einstæðar mæður sem er úrval úr seríu eftir kanadíska ljósmyndarann Annie Ling en hún var hérna í fyrra og myndaði þessa seríu. Þetta eru litmyndir og eiginlega heimildaljósmyndun þar sem útlendingur kemur til Íslands heillast af þessu fyrirbæri, Einstæðar mæður, og fer að rannsaka það með myndavélinni. Henni finnst íslenskar einstæðar mæður mun sjálfstæðari en til að mynda þar sem hún býr í New York og það er gaman að sjá þetta með hennar augum. Loks er að svo Norðrið í norðrinu sem var upprunalega sýnd á Byggðasafninu Hvoli á Dalvík. Þar verða sýndir munir og ljósmyndir frá Ittoqqortoormiit á Grænlandi, mjög spennandi sýning. Þannig að þetta eru allt skemmtilega ólíkar og forvitnilegar sýningar.“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þjóðminjasafnið hefur á liðnum árum gert talsvert af því að sýna ljósmyndir, bæði gamlar og nýjar, og næstkomandi laugardag verða opnaðar þrjár sýningar innan veggja safnsins. Stærsta sýningin kallast Andvari og þar getur að líta svart-hvítar landslagsmyndir eftir fimm samtímaljósmyndara og tvo frá liðinni tíð. Sýningarhöfundur er Katrín Elvarsdóttir og hún segir að verk samtímaljósmyndaranna séu flest ný af nálinni. „En svo eru líka á sýningunni myndir úr safnaeigninni eftir tvo áhugaljósmyndara frá síðustu öld, þá Arngrím Ólafsson og Sigurð Tómasson. Sigurður var úrsmiður og Arngrímur prentari en þeir ferðuðust báðir mikið um landið og tóku myndir. Það sem var hvað merkilegast við það sem Sigurður gerði var að hann bæði tók mikið af stereoscope-myndum, en þá eru teknar tvær myndir í einu og svo skoðað í sérstökum kíki til þess að fá þrívídd, og svo tók hann líka fyrstur Íslendinga litmyndir. Það var reyndar mjög snemma á öldinni. Svo erum við með ákaflega skemmtilegar myndir eftir Arngrím þar sem hann og vinir hans, nokkrir ljósmyndarar, eru að ferðast um landið. Það er ákaflega gaman að sjá þar myndavélarnar sem þeir voru með, klæðaburðinn, gömlu bílana og annað sem skapar sterkan tíðaranda í myndunum.Fjall eftir Joakim Eskildsen.Í samtímahópnum er íslensk náttúra líka mjög áberandi. Regnbogamyndir frá Lilju Birgisdóttur, ferðalag frá Kristínu Hauksdóttir, alveg ný verk eftir Daniel Reuter, Claudia Hausfeld er hins vegar með texta þar sem hún leitast við að lýsa upplifun sinni af því að fara og skoða myndasafn en hún er reyndar með eina mynd líka. Síðan fengum við danskan ljósmyndara frá Berlín sem heitir Joakim Eskildsen sem er talsvert þekktur og hann er með svart-hvítar myndir frá 1989-93 sem voru teknar víða á Norðurlöndum, þar á meðal hér.“ Katrín segir ástæðuna fyrir því að hún hafi ákveðið að tefla saman verkum þessara ljósmyndara vera að hana hafi langað til þess að setja upp svart-hvíta sýningu. „Ég fór að skoða hverjir hafa verið að vinna mikið svart-hvítt og út frá þeim sýningum sem ég hef séð undanfarin ár þá datt mér þessi hópur í hug. Tvö þeirra eru reyndar þýsk, þau Claudia og Daniel, og búa bæði hér en það var bara tilviljun að þau urðu fyrir valinu. Síðan hafði ég unnið áður í stórum verkefnum fyrir Þjóðminjasafnið og vissi að það væri mjög margt þar sem kæmi til greina og söfn þessara tveggja karla hafa aldrei verið sýnd áður. Þetta er bara búið að liggja í geymslum og mér fannst vera kominn tími til að draga þessar fínu myndir fram í dagsljósið. Mér finnst þetta koma vel út og passa skemmtilega saman þrátt fyrir aldursmun og ólíka nálgun. Það er flott að sjá hvað var í gangi á þessum tíma sem eldri myndirnar eru frá. Sigurður var afskaplega góður ljósmyndari og svo mikil stemning í myndunum frá Arngrími. Það er talað um að myndirnar eftir Sigurð séu frá því um 1925 til 1945 en myndir Arngríms líkast til um 1930 til 1950 en þetta er reyndar eitthvað sem þyrfti að rannsaka frekar.“Ein af ljósmyndum Arngríms Ólafssonar á sýningunni Andvara.Sýningin í Þjóðminjasafninu er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands sem hefst á fimmtudaginn en um níu sýningar verða opnaðar í tengslum við hátíðina á næstu dögum. Tvær minni sýningar verða einnig opnaðar í Þjóðminjasafninu á laugardaginn og Katrín segir að það séu líka ákaflega skemmtilegar sýningar. „Annars vegar er það sýningin Einstæðar mæður sem er úrval úr seríu eftir kanadíska ljósmyndarann Annie Ling en hún var hérna í fyrra og myndaði þessa seríu. Þetta eru litmyndir og eiginlega heimildaljósmyndun þar sem útlendingur kemur til Íslands heillast af þessu fyrirbæri, Einstæðar mæður, og fer að rannsaka það með myndavélinni. Henni finnst íslenskar einstæðar mæður mun sjálfstæðari en til að mynda þar sem hún býr í New York og það er gaman að sjá þetta með hennar augum. Loks er að svo Norðrið í norðrinu sem var upprunalega sýnd á Byggðasafninu Hvoli á Dalvík. Þar verða sýndir munir og ljósmyndir frá Ittoqqortoormiit á Grænlandi, mjög spennandi sýning. Þannig að þetta eru allt skemmtilega ólíkar og forvitnilegar sýningar.“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira