Erlent

Stórbruni á skrifstofum B’Tselem í Ísrael

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Skrifstofa B’Tselem varð illa úti í brunanum.
Skrifstofa B’Tselem varð illa úti í brunanum. vísir/EPA
Slökkviliðsstjóri Jerúsalemborgar, Eli Peretz, segir að líklegast hafi ekki verið um íkveikju að ræða aðfaranótt mánudags þegar skrifstofa mannréttindasamtakanna B’Tselem brann til kaldra kola. Enginn slasaðist í eldsvoðanum.

B’Tselem heldur skrá yfir mannréttindabrot Ísraela gegn Palestínumönnum á hernumdum svæðum og var upphaflega óttast að ísraelskir öfgahópar hefðu kveikt í skrifstofunni en ofbeldisalda slíkra hópa hefur gengið yfir undanfarnar vikur þar sem skemmdarverk hafa verið unnin, meðal annars á moskum og palestínskum skólum.

„Rannsóknarlið okkar fann engin merki um íkveikju. Líklegast kom eldsvoðinn til vegna skammhlaups,“ sagði Eli Peretz.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×