Erlent

Smitaði 29 konur vísvitandi af HIV

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn  er sakaður um að hafa beðið ástkonur sínar um að fá að sænga hjá þeim án þess að nota smokk
Maðurinn er sakaður um að hafa beðið ástkonur sínar um að fá að sænga hjá þeim án þess að nota smokk Vísir/Getty
Ítalskur karlmaður er sakaður um að hafa vísvitandi smitað minnst 29 konur af HIV veirunni. Hann sagði konum sem hann sængaði hjá ekki frá því að hann væri smitaður og er jafnvel sagður hafa beðið þær um að sofa hjá þeim án þess að nota smokk.

Maðurinn sem gengur undir nafninu Valentino T, var handtekinn í síðasta mánuði eftir að sex konur sem hann smitaði á árunum 2006 til 2009 stigu fram. Eftir það stigu fleiri konur fram og hefur komið í ljós að alls smitaði hann minnst 29 konur. Tíu aðrar sem sænguðu hjá honum smituðust ekki.

Í frétt Independent segir að maðurinn sé 31 árs gamall og frá Róm, en hann hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið konunum alvarlegum og ólæknandi líkamsskaða. Þær eru sagðar vera á aldrinum 20 til 30 ára gamall.

Í viðtali við Corriere í desember líkti hann óvörðum samförum sínum sem rússneskri rúllettu. Hann sagðist ekki hafa viljað meiða neinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×