Að skjóta sig í fótinn Vilhelm G. Kristinsson skrifar 12. janúar 2016 07:00 Æ fleiri stjórnmálamenn í Evrópu eru að verða þeirrar skoðunar að efnahagsþvinganir gegn Rússum séu tilgangslausar og valdi mestu tjóni í þeim ríkjum sem beita þeim. Þá kvartar atvinnulífið sáran. Gríðarlegur samdráttur í útflutningi ríkja ESB til Rússlands hefur valdið fyrirtækjum í Evrópu þungum búsifjum og aukið atvinnuleysi. Margt bendir til þess að jafnvel þó svo að þvingunum yrði aflétt, myndu markaðir í Rússlandi ekki vinnast á ný nema að hluta. Rússar hafa brugðist við með víðtækum ráðstöfunum innanlands sem og stóraukinni efnahags- og viðskiptasamvinnu við ríki í austri. Viðbrögð Rússa á alþjóðlegum vettvangi eru þess eðlis að þau gætu minnkað til muna áhrif vestrænna ríkja á efnahags- og stjórnmálasviði heims í náinni framtíð. Í kjölfar þvingana hófu rússnesk stjórnvöld stórfellt átak til að auka heimaframleiðslu, jafnt í landbúnaði, sjávarútvegi, hefðbundnum iðnaði, hátækniiðnaði sem og í ferðaþjónustu. Þetta ferli mun taka sinn tíma, en sagan sýnir að þrautseigja Rússa er mikil. Þrýstingur og aðgerðir frá útlöndum auka samstöðu þeirra. Þannig hafa þvinganirnar stappað í þá stálinu og að auki vakið upp gamalgróna tortryggni í garð Vesturlanda. Mótlætið hefur þjappað Rússum að baki forseta sínum, sem samkvæmt könnunum nýtur nú sennilega meira trausts og vinsælda en nokkur dæmi eru um.Þekktir stríðsæsingamenn Allt hófst þetta með óeirðunum í Kænugarði fyrir um tveimur árum og atburðunum sem fylgdu í kjölfarið. Sífellt fleira kemur fram í dagsljósið sem styður þá kenningu, að Maidan-uppreisnin hafi verið skipulögð með stuðningi og jafnvel frumkvæði frá Vesturlöndum, einkum Bandaríkjunum. Á sviðinu í Kænugarði voru þekktir stríðsæsingamenn úr röðum bandarískra þingmanna áberandi. Eftir að þjóðkjörinn forseti Úkraínu hafði verið hrakinn úr landi lýstu íbúar austurhéraðanna og Krímskaga yfir því, að þeir sættu sig ekki við atburðarásina. Yfirgnæfandi meirihluti Krímverja, sem langflestir eru af rússnesku bergi brotnir, kaus að sameinast Rússlandi. Skaginn hafði áður tilheyrt Rússlandi, en var settur undir Úkraínu í tíð Khrushchevs og Sovétríkjanna með umdeildum gjörningi. Það reynist Krímverjum og rússneskum almenningi torskilið hvers vegna „lýðræðisþjóðirnar“ í vestri kjósa að hunsa eindreginn vilja íbúanna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Íbúar Donbass hófu síðan skipulagt andóf gegn nýrri stjórn í Kiev og kröfðust aukinnar sjálfsstjórnar. Þessir atburðir og meint aðild Rússa að átökunum í Donbass eru meginástæður efnahagsþvingananna. Engar óyggjandi sannanir hafa verið færðar fyrir því síðastnefnda og Rússar hafa ávallt þvertekið fyrir að eiga beina aðild að átökunum. Þá er umhugsunarverð tregða Kievstjórnarinnar til þess að virða friðarsamkomulagið sem kennt er við Minsk.Víðtæk og gróf spilling En hvað hefur áunnist í Úkraínu? Í Maidan-byltingunni sögðu forvígismenn hennar að allir helstu samstarfsmenn Yanukovych, fyrrum forseta, yrðu sóttir til saka fyrir spillingu. Ekkert hefur orðið af því og ástæðan talin sú, að slíkur málarekstur myndi svipta hulunni af víðtækri og grófri spillingu núverandi valdhafa. Eitt af þeim skilyrðum sem Vesturlönd settu fyrir stuðningi við Úkraínu var að unnið yrði á spillingu. Enginn árangur hefur náðst og hefur ESB lýst yfir vonbrigðum sínum með það. Þvert á móti bendir ýmislegt til þess að spillingin sé mun meiri nú en nokkru sinni fyrr í dapurlegri sögu Úkraínu. Þá hefur öfgafullum þjóðernissinnum vaxið mjög ásmegin í sumum héruðum landsins svo til vandræða horfir. Að auki hafa valdhafarnir í Kiev skorið á hverja slagæðina á fætur annarri í atvinnu- og efnahagslífi ríkisins með þeim árangri að óðaverðbólga geisar, þjóðarframleiðsla og afkoma er á pari við það sem verst gerist í fátækustu ríkjum Afríku, gjaldmiðillinn er ónýtur og atvinnuleysi og almenn örbirgð í örum vexti. Úkraína riðar nú á barmi gjaldþrots og ekkert í sjónmáli sem bent getur til að betri tíð sé í vændum. Spurningin er sú, hvort Evrópusambandið muni koma landinu til bjargar og hvað evrópskir skattgreiðendur segi við því. Utanríkisráðherra Íslands fór a.m.k. í tvígang til Úkraínu til að hneigja sig fyrir nýjum valdhöfum (valdaræningjum?) og færa þeim blóm. Í kjölfarið fylgdi svo stuðningur við refsiaðgerðir gegn Rússum. Árangurinn kemur brátt ljós þegar uppsjávarvertíðin hefst hér við land. Á sama tíma vex þeim skoðunum fylgi meðal evrópskra stjórnmálamanna að aðgerðirnar hafi verið mistök. Stundum er talað um að menn skjóti sig í fótinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Æ fleiri stjórnmálamenn í Evrópu eru að verða þeirrar skoðunar að efnahagsþvinganir gegn Rússum séu tilgangslausar og valdi mestu tjóni í þeim ríkjum sem beita þeim. Þá kvartar atvinnulífið sáran. Gríðarlegur samdráttur í útflutningi ríkja ESB til Rússlands hefur valdið fyrirtækjum í Evrópu þungum búsifjum og aukið atvinnuleysi. Margt bendir til þess að jafnvel þó svo að þvingunum yrði aflétt, myndu markaðir í Rússlandi ekki vinnast á ný nema að hluta. Rússar hafa brugðist við með víðtækum ráðstöfunum innanlands sem og stóraukinni efnahags- og viðskiptasamvinnu við ríki í austri. Viðbrögð Rússa á alþjóðlegum vettvangi eru þess eðlis að þau gætu minnkað til muna áhrif vestrænna ríkja á efnahags- og stjórnmálasviði heims í náinni framtíð. Í kjölfar þvingana hófu rússnesk stjórnvöld stórfellt átak til að auka heimaframleiðslu, jafnt í landbúnaði, sjávarútvegi, hefðbundnum iðnaði, hátækniiðnaði sem og í ferðaþjónustu. Þetta ferli mun taka sinn tíma, en sagan sýnir að þrautseigja Rússa er mikil. Þrýstingur og aðgerðir frá útlöndum auka samstöðu þeirra. Þannig hafa þvinganirnar stappað í þá stálinu og að auki vakið upp gamalgróna tortryggni í garð Vesturlanda. Mótlætið hefur þjappað Rússum að baki forseta sínum, sem samkvæmt könnunum nýtur nú sennilega meira trausts og vinsælda en nokkur dæmi eru um.Þekktir stríðsæsingamenn Allt hófst þetta með óeirðunum í Kænugarði fyrir um tveimur árum og atburðunum sem fylgdu í kjölfarið. Sífellt fleira kemur fram í dagsljósið sem styður þá kenningu, að Maidan-uppreisnin hafi verið skipulögð með stuðningi og jafnvel frumkvæði frá Vesturlöndum, einkum Bandaríkjunum. Á sviðinu í Kænugarði voru þekktir stríðsæsingamenn úr röðum bandarískra þingmanna áberandi. Eftir að þjóðkjörinn forseti Úkraínu hafði verið hrakinn úr landi lýstu íbúar austurhéraðanna og Krímskaga yfir því, að þeir sættu sig ekki við atburðarásina. Yfirgnæfandi meirihluti Krímverja, sem langflestir eru af rússnesku bergi brotnir, kaus að sameinast Rússlandi. Skaginn hafði áður tilheyrt Rússlandi, en var settur undir Úkraínu í tíð Khrushchevs og Sovétríkjanna með umdeildum gjörningi. Það reynist Krímverjum og rússneskum almenningi torskilið hvers vegna „lýðræðisþjóðirnar“ í vestri kjósa að hunsa eindreginn vilja íbúanna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Íbúar Donbass hófu síðan skipulagt andóf gegn nýrri stjórn í Kiev og kröfðust aukinnar sjálfsstjórnar. Þessir atburðir og meint aðild Rússa að átökunum í Donbass eru meginástæður efnahagsþvingananna. Engar óyggjandi sannanir hafa verið færðar fyrir því síðastnefnda og Rússar hafa ávallt þvertekið fyrir að eiga beina aðild að átökunum. Þá er umhugsunarverð tregða Kievstjórnarinnar til þess að virða friðarsamkomulagið sem kennt er við Minsk.Víðtæk og gróf spilling En hvað hefur áunnist í Úkraínu? Í Maidan-byltingunni sögðu forvígismenn hennar að allir helstu samstarfsmenn Yanukovych, fyrrum forseta, yrðu sóttir til saka fyrir spillingu. Ekkert hefur orðið af því og ástæðan talin sú, að slíkur málarekstur myndi svipta hulunni af víðtækri og grófri spillingu núverandi valdhafa. Eitt af þeim skilyrðum sem Vesturlönd settu fyrir stuðningi við Úkraínu var að unnið yrði á spillingu. Enginn árangur hefur náðst og hefur ESB lýst yfir vonbrigðum sínum með það. Þvert á móti bendir ýmislegt til þess að spillingin sé mun meiri nú en nokkru sinni fyrr í dapurlegri sögu Úkraínu. Þá hefur öfgafullum þjóðernissinnum vaxið mjög ásmegin í sumum héruðum landsins svo til vandræða horfir. Að auki hafa valdhafarnir í Kiev skorið á hverja slagæðina á fætur annarri í atvinnu- og efnahagslífi ríkisins með þeim árangri að óðaverðbólga geisar, þjóðarframleiðsla og afkoma er á pari við það sem verst gerist í fátækustu ríkjum Afríku, gjaldmiðillinn er ónýtur og atvinnuleysi og almenn örbirgð í örum vexti. Úkraína riðar nú á barmi gjaldþrots og ekkert í sjónmáli sem bent getur til að betri tíð sé í vændum. Spurningin er sú, hvort Evrópusambandið muni koma landinu til bjargar og hvað evrópskir skattgreiðendur segi við því. Utanríkisráðherra Íslands fór a.m.k. í tvígang til Úkraínu til að hneigja sig fyrir nýjum valdhöfum (valdaræningjum?) og færa þeim blóm. Í kjölfarið fylgdi svo stuðningur við refsiaðgerðir gegn Rússum. Árangurinn kemur brátt ljós þegar uppsjávarvertíðin hefst hér við land. Á sama tíma vex þeim skoðunum fylgi meðal evrópskra stjórnmálamanna að aðgerðirnar hafi verið mistök. Stundum er talað um að menn skjóti sig í fótinn.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar